Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 35
WINSTON CHURCHILL
33
blaktandi sigrihrósandi í gol-
nnni.
Það var enginn skortur á
styrjöldum, og þær voru meira
en nafnið tómt. Tvisvar sinnum
barðist hann í fjöllum Norður-
Indlands. Hann var í Nílar-leið-
angursher Kitcheners og tók
þátt í hinu fræga riddaraliðs-
áhlaupi hjá Omdurman. Þegar
Búa-stríðið hófst, hraðaði hann
sér til Suður-Afríku, féll í hend-
ur fjandmönnunum, náði frelsi
sínu aftur á spennandi flótta,
tók þátt í að leysa Ladysmith
úr umsát, og kom aftur sigri-
hrósandi til Pretora. Hann fór
heim, 26 ára gamall, orðinn
þjóðhetja, og var kosinn á
þing af aðdáunarfullum kjós-
endum, og þingmaður hefir
hann verið síðan næstum slit-
laust.
Hann hefði átt að vera búinn
að fá nóg af bardögunum, en
hann dróst ómótstæðilega að
vígvöllunum. I fyrri heimsstyrj-
öldinni yfirgaf hann flotamála-
ráðuneytið og rauk til fundar
við verjendur Antverpens, og
fannst svo spennandi að vera
þar, að hann ætlaði að segja af
sér flotamálaráðherra-embætt-
inu og taka við stjórn herdeild-
ar. Þá vildi Asquith forsætis-
ráðherra ekki sleppa honum.
En einu ári seinna, þegar Galli-
poli-herferðin hafði farið út um
þúfur, var hann feginn að losna
við hann. Churchill flýtti sér til
Frakklands, gerðist major 1
herfylki frá Oxfordshire, barð-
ist í fremstu víglínu, var gerður
að ofursta, bjargaðist hvað eftir
annað úr bráðum lífsháska, og
komst að raun um að nútíma
stríð eru mjög ólík myndabóka-
herferðum á Indlandi og í
Súdan. Einu sinni, þegar
stórskotahríð Þjóðverja var
sem áköfust, fylgdi hann tveim-
ur eftirlitshershöfðingum fram
að víglínunni. „Þetta er mjög
hættulegt,“ sagði annar þeirra.
„Vissulega, þetta er mjög
hættulegt stríð,“ svaraði Churc-
hill.
Þetta var allt saman þáttur
í menntun hans, og hann reynd-
ist vera framúrskarandi nám-
fús og gáfaður nemandi. Frá
upphafi hafði hann verið her-
fræðingur engu síður en her-
maður. Frá fyrstu tíð sinni á
Indlandi hafði hann aldrei lagt
pennann frá sér. Hann barðist
á daginn og skrifaði á nóttunni.
Hann varhinnsjálfkjörnisagna-
ritari hverrar herferðar, og
eftir nokkurn tíma fór manni að