Úrval - 01.10.1945, Side 36
34
TJRVAL
finnast, að þetta hefði allt verið
skipulagt til þess eins að veita
honum söguefni.
Fyrst kom Sagan af Mala-
kand-hernum, sem Salisbury
forsætisráðherra geðjaðist sér-
lega vel að. Hernaðinum í Súdan
var lýst í Nílarstríðinu,
snilldarlegu sagnariti, sem var
að stíl og tækni fyrirboði hinna
tilkomumiklu rita hans á seinni
árum. Á Búastríðsárunum var
Churchill einn af tekjuhæstu
fréttariturum heimsins, og
fréttatilkynningum hans var
safnað saman í tvö bráð-
skemmtileg bindi. Hann kynnti
sér vandlega herstjórnarlist og
meðferð vopna, og svo fór að
framsýni hans var færð í frá-
sögur.
Þegar árið 1911 sendi hann
hermálaráðuneytinu leynilega
álitsgerð um innrás Þjóðverja í
Frakkland, og komst hann þar
að þeirri niðurstöðu, að Frakkar
myndu ekki geta gert árangurs-
ríkt gagnáhlaup fyrr en á fer-
tugasta degi innrásarinnar.
Hermálaráðuneytið, sem hafði
reiknað út, að Frökkum myndi
nægja 9 daga undirbúningur,
vísaði álitsgerð hans á bug sem
einberum barnaskap. 1914
reyndist hún merkilega nærri
sanni Síðar meir, þegar Somme
orustan var háð, komst brezka
herstjórnin að þeirri niður-
stöðu, að manntjón Þjóðverja
næmi ekki minni en 130.000
mönnum, en Churchill reiknaði
út, að það myndi nema 65.000
Rétta talan reyndist vera
60.000, og allur útreikningurinn
var seinna notaður til kennslu í.
brezka hernaðar-háskólanum.
Og Churchilivarsáfyrsti, sem
beitti sér fyrir notkun skrið-
dreka, þegar enginn virti þá
viðlits, og olli með því tímamót-
um í fyrri heimsstyrjöldinni.
Snemma mælti hann með stofn-
un flughers, lærði að fljúga,.
varð fyrsti flugmálaráðherr-
ann, og fór vel á því.
Hann kynntist stríðinu á víg-
vellinum og lærði að meta sjón-
arrnið hermannanna. Sem ráð-
herra í stríðsstjórnum kynntist
hann því einnig frá þeirri hlið
og lærði að skilja það frá
sjónarmiði stjómmálamanna.
Hann var flotamálaráðherra..
Hann var hergagnaframleiðslu-
ráðherra. Hann var hermála-
ráðherra. Og þegar fyrri heims-
styrjöldinni var lokið, leit hann
yfir farinn veg og samdi
snilldarverkið, Heimsstyrjöld-
ina. Hver af leiðtogum okkar