Úrval - 01.10.1945, Side 37
WINSTON CHURCHILL
35
tíma hefir hlotið betri undir-
búning undir það hlutverk að
atjórna stórþjóð í stríði?
m.
Jafnvel þeir, sem felldu þann
dóm yfir Churchill, að hann
væri lukkuriddari, eru nú reiðu-
búnir að viðurkenna framúr-
skarandi herstjórnarhæfileika
hans og játa, að hann sé mesti
stríðsleiðtoginn. En margir
bera fram þá spumingu, hvort
hinir glæsilegu stríðsleiðtoga-
hæfileikar hans geri hann ekki
einmitt óhæfan til forystu á
friðartímum. Þeir minnast þess,
að hann er formaður íhalds-
flokksins og kalla hann aftur-
haldssegg. Þeir muna, að hann
hefir vísað á bug þeirri hug-
mynd, að hann ætti að gera
upp brezka heimsveldið, og
kalla hann heimsveldissinna.
Þeir efast um, að hann hafi
hæfileika og skapgerð fyrir
friðartíma stjórn.
Stjórnmálareynsla Churchills
er jafnvel ennþá víðtækari en
hernaðarreynsla hans, og
víðtækari en reynsla nokkurs
annars stjórnmálamanns í hin-
um enskumælandi heimi. „Ég
er alinn upp í neðri deild brezka
þingsins," sagði hann í ræðu
sinni á þjóðþingi Bandaríkj-
ana. í rneir en 40 ár hefir hann
setið á þessu forna og volduga
löggjafarþing. Á þessum árinn
hefir hann verið nýlendumála-
ráðherra, viðskiptamálaráð-
herra, flotamálaráðherra, her-
gagnaframleiðslumálaráðherra,
hermálaráðherra, flugmálaráð-
herra, — og loks landvarna-
ráðherra og forsætisráðherra.
Enginn enskur stjórnmálamað-
ur síðan á dögum Gladstones á
annan eins feril að baki.
Ferillinn er nógu mikilfeng-
legur, en samt eru þeir menn
til, sem láta sér fátt um finnast.
Hinir fjölbreyttu hæfileikar
hans vekja beinlínis tortryggni.
Hann byrjaði stjórnmálaaf-
skipti sín sem íhaldsmaður,
gekk svo í lið með
Frjálslynda flokknum, — átti
sæti í samsteypustjórn stríðs-
áranna, yfirgaf báða flokkana,
var urn hríð óháður og gekk svo
aftur í Ihaldsflokkinn. Það er
auðsjáanlega enginn hægðar-
leikur að henda reiður á þessum
manni.
Hann er hinn mesti ásteyt-
ingarsteinn þeirra, sem alltaf
þurfa að draga menn í dilka.
Þegar þeir hlusta nú á hann
lasta sósíalismann og lofa
5*