Úrval - 01.10.1945, Page 42
40
ÚRVAL
Hann er vafalaust stílsnjallasti
sagnfræðingur sinna tíma,
hinn eini, sem varðveitir hinn
mikilfenglega arf Gibbons og
Macaulays, Motleys og Park-
mans. En hann er ekki ein-
ungis arftaki þeirra að því, er
stíl snertir. Hann er einn af
helztu sagnfræðingum okkar
kynslóðar, og það er ekki
ómerkilegt atriði, þegar hann
er metinn sem stjórnmálamað-
ur. Nílarstríðið, sem hann
skrifaði aðeins 25 ára gamall,
er enn og mun alltaf verða ein
af beztu hernaðarsögum enskra
bókmennta.
En það var ekki fyrr en hann
skrifaði ævisögu föður síns,
Randolph Churchills lávarðs, að
hann náði sér á strik. I þeirri
bók er ekki aðeins þessi mikil-
fenglegi stíll, þar er djúp-
skyggn sundurgreining, skiln-
ingur á flækjum stjórnmálanna,
heimsmannsleg tök, hlut-
lægni.
Því næst varð hlé á ritverk-
um hans. Og næsta verk hans
var heldur ekkert smásmíði.
Það var sérkennilegt fyrir hina
víðfeðmu hæfni Churchills, að
hann samdi ekki endurminning-
ar eins og Lloyd George, heldur
afar efnismikla sögu heims-
styrjaldarinnar. I henni er
lang athyglisverðasta, senni-
lega ájúpskyggnasta skoðunin
á hinni miklu styrjöld og afleið-
ingum hennar. Churchill
vandi sig á að líta með gagn-
rýni, hlutlægni, heimspeki, jafn-
vel á þá þætti sögunnar, sem
hann hafði haft allra mest áhrif
á.
Meistaraverk hans var sex
binda saga af hinum fræga for-
föður hans, John Churchill,
hertoga af Marlborough. Það er
snjallasta hershöfðingjaævi-
saga okkar tíma, að undantek-
inni bók Freemans um Lee.
Það var engin tilviljun, að Chur-
chill snéri huga sínum að hinum
mikla hertoga á hinum lítilf jör-
legu árum eftir 1930, og það
var ekki heldur af tómri hégóm-
legri ættrækni. Auðvitað var
hann að hreinsa forföður sinn
af ákærum óvinveittra sagnarit-
ara. En hann var miklu fremur
að Ieita sér uppörvunar og inn-
blásturs hjá Marlborough, og
leita aðstoðar hans til að minna
Bretíand á veldi þess, heiður
þess og framtíðarhlutverk.
Hann segir að lokum um hertog-
ann:
,,Með hinni ósigranlegu her-
stjórnarsnilli sinni og varla síð-