Úrval - 01.10.1945, Side 53
VONBRIGÐI
51
litið framan í liann. Nú horfði
hann ekki á systur mína. Hann
starði út í bláinn — ekki á neitt
sérstakt. Og þegar hann talaði,
ieiftruðu augu hans og andlitið
Ijómaði af kærleika og góðvild.
„Enginn mun ráða yfir heim-
inum. Þegar við höfum sigrað
Þjóðverja, verður sérhverri þjóð
frjálst að kjósa sína eigin leið-
toga og allar þjóðir munu vinna
saman að því að skapa betri
heim.“
Á þessu augnabliki var per-
sónuleiki hans umvafinn ein-
hverjmn kynlegum ljóma, og ég
fann, að hann átti ekki heima í
litlu setustofunni okkar; harm
tilheyrði ekki daglegu lífi Maríu
og mömmu. Hann átti heima í
veröld sagna og drauma.
Og svo minntist ég þess,
hversvegna mér fannst ég kann-
ast við andiit hans, því að gullið
hárið og djúpbláu augun var
eins og á heilögum Georg í
myndabókinni minni. Hann var
í skínandi herklæðum, riddari
dáða og drengskapar. Og hann
átti hug minn allan!
Vera kom inn.
„Jæja, Ronald litli. Mál að
hátta.“
„Góða Vera, lofaðu mér að
vera svolítið lengur.“
„Þú ættir að vera kominn í
rúmið fyrir löngu!“ Ég bældi
niður grát, þegar farið var með
mig burt.
„Ég er viss um, að þú hittir
hann bráðum aftur,“ sagði Vera.
Henni skjátlaðist. Hann fór
til Frakklands daginn eftir, og
systir mín var dáin úr spönsku
veikinni þegar hann kom aftur
til Englands. Ég sá hann því
aldrei aftur.
En í huga mínum lifði hann
sem tákn alis þess, sem var
göfugt, fagurt og rómantískt.
Og þegar ég horfði út um bíl-
gluggann, var ég að velta því
fyrir mér, hvað af honum hefði
orðið. Ég gat ómögulega munað
eftir ættamafninu. Ef til vill
gæti Robertson munað það, ef
hann væri þá ekki of kenndur.
En bíllinn hafði numið staðar
í Cheyne Row.
„Viljið þér gera svo vel og
halda á vasaljósinu fyrir mig,
meðan ég borga minn hlut?“,
sagði hann, og steig með erfiðis-
munum út úr bílnum. Hann
rétti bílstjóranum peningaseðil,
og vaggaði dálítið, meðan hann
beið eftir að fá til baka.
„Munið þér eftir höfuðs-
manni í Varðmannaherdeild-
inni, sem hét Stefán? Hann var
7*