Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
inn hjá Maríu, sem er aðeins
fimmtán ára gömui. Tveim ár-
um síðar ákveða þau að myrða
frú Boyer; þeim gremst afbrýði
hennar og vilja ná í peninga,
sem hún á. Vitalis frernur rnorð-
ið, bæði með berum höndum og
með því að beita hníf, í návist
og með aðstoð hinnar teprulegu
Maríu. Þau hjálpast að við að
hluta líkið sundur og flytja það
í pörtum út fyrir borgina, þar
sem þau henda því í síki. Þau
koma upp um sig af klaufaskap
og eru tekin höndum. María,
sem er dæmd til ævilangrar
fangelsisvistar, verður eins og
skriftabarn, jafnvel dýrðlingur,
og „getur ekki skilið, hvernig
hún hafi látið afvegaleiðast;“
hegðun hennar er svo góð, að
henni er sleppt eftir tólf ár, og
þá er hún enn ung, glæsileg og
prúð.
Þessi Leon Vitalis hefir þá
hlotið að vera djöfulega fríður
og heillandi; afburðamaður til
líkama og sálar? Fjarri fer því.
Blaðamenn, sem voru viðstadd-
ir réttarhöldin, skýra svo frá,
að hann litið út eins og þorpari,
væri lotinn, væskilslegur og gul-
hvítur í andliti.
Gabrielle Ferrayou, lagleg
sæmilega menntuð kona úr mið-
stétt, sem ann börnum sínum
tveim, og er gift hrottalegum
lyfsala, sem er tuttugu árum
eldri en hún, tekur tvítugan að-
stoðarmann hans, Louis Aubert,
fyrir elskhuga. Þegar eiginmað-
urinn kemst að öllu saman, sam-
þykkir Gabrielle — „af ótta við
að missa börn sín“ — að að-
stoða við að myrða friðilinn.
Eftir þrauthugsaðar varúðar-
ráðstafanir, lokkar konan þenn-
an vesalings ungling inn í hús
á afskektum stað, og þar hjálp-
ar hún manni sínum við að
myrða hann. Svo fara þau með
líkið niður að ánni og láta það
síga í kaðli niður af brúninni;
Lueien, bróðir Ferrayou, að-
stoðar þau við þetta verk. Síðan
fara þau inn á knæpu og fá sér
í staupinu. Frú Gabrielle skýrir
frá því síðar, að hún hafi verið
í ákafri geðshræringu.
Þegar upp komst um glæpinn,
snerist konan gegn eiginmanni
sínum og lét lögreglunni nægar
sannanir í té, til þess að hægt
væri að dæma hann og bróðir
hans fyrir morð. Sjálf var hún
dæmd í ævilangt fangelsi, en
hegðaði sér svo vel, að hún var
gerð að forstöðukonu eins verk-
stæðisins í fangelsinu. Henni
var þannig lýst, að „hún væri