Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 58
56
tJRVAL
hinni ensku, og hún er í mikl-
um metum hjá nýja konungin-
um og drottningu hans — vagn
hennar bíður oft eftir henni
fyrir utan konungshöllina,
Palais Royal —, og ennfremur
hefir hinn mikli auður öldungs-
ins fallið syni konungsins, M.
de Nemours í skaut, að undan-
teknum vænum skerf til handa
Sophie Dawes og frú de
Feuchéres.
Það er vitað, að M. de Condé
ætlaði að arfleiða son landflótta
konungsins, Karls tíunda, að
eignum sínum, og að hann hafði
í huga að strjúka frá frillu sinni
og hverfa brott úr Frakklandi.
Nýja stjórnartímabilið byrjar
illa með þessu regin hneyksli;
erfingjar gamla prinsins hefja
málaferli og Sophie Dawes er
grunuð um morð. En hún hefir
sterka aðstöðu, málið er þagg-
að niður; konungurinn hefir
tryggt sér milljónir Condés, þó
að virðing hans biði að vísu
hnekki við það.
Meðan almenningur er með
allan hugann við þetta mál,
bæði í gamni og alvöru, skeður
annað hneyksli, sem skiftir
frönsku þjóðinni í tvo andstæða
flokka og kemur öllu heldra
fólki í uppnám.
Géneral le Baron de Morell,
hetjan úr Napeleonsstyrjöldun-
um, af göfugum ættum og í
valdamikilli stöðu við her-
skólann í Samur, ákærir de la
Ronciére foringja, son annarar
frægrar stríðshetju, og engu
síður háttsettan mann, fyrir að
hafa gert tilraun til að nauðga
og bana dóttur sinni, ungfrú
de Morell.
Hefðarkonur, skáld, lista-
menn og allt heldra fólk berst
um á hæl og hnakka, til þess að
vera viðstatt réttarhöldin; það
rífur jafnvel fötin hvert af öðru
í látunum. Blöðin skrifa mikið
um málsatvikin, Daumier hinn
frægi teiknari, teiknar myndir
af sakborningum, frægustu lög-
fræðingar eru verjendur og
sækjendur — ekkert skortir til
þess að gera málið sem stór-
fenglegast.
Morellfjölskyldan hefir verið
ofsótt með ruddalegum, nafn-
lausum hótanabréfum — átján
talsins; því næst ryðst ókunn-
ur maður inn í svefnherbergi
Maríu de Morell að næturlagi,
misþyrmir henni, særir hana
og beitir hana ofbeldi, og slepp-
ur síðan út um gluggann. Bréfin
eru undrrituð með upphafsstöf-
um la Ronciéres og María lýsir