Úrval - 01.10.1945, Page 59

Úrval - 01.10.1945, Page 59
RÓMANTlSKIR GLÆPIR 1 FRAKKLANDI 57 yfir því, að hann hafi verið sá, er braust inn til hennar. Fang- inn þvemeitar öllum þessum á- kærum, — tvær voldugar ættir heyja ákafa baráttu, hvor gegn annari, og íbúar Parísarborgar skiptast í tvo hópa, en meiri- hlutinn er þó með „hinu engil- hreina fórnarlambi.“ Eftir þenna hræðilega at- burð, fer að bera á lasleika nokkrum hjá Maríu. Hún er í dái á daginn, en f ær dálitla með- vitund frá miðnætti til klukkan fjögur á morgnana. í þessu ástandi er hún yfirheyrð. Hin sextán ára gamla yngismær er leidd gætilega inn í kyrrlátan réttarsal um miðnætti; hún hnígur niður í hægindastól, augu hennar eru lokuð, fagurt andlit hennar er hulið slæðum og silkiborðum nýtízku hatts; hún svarar spurningum dómar- ans og lögfræðinganna með syfjulegri rödd. Dauðarefsing liggur við nauðgun og tilraun til nauðgunar; fanginn er ungur, fríður og mesta glæsimenni — getur nokkurt hneyksii verið meira spennandi eða yndislegra. Allir eru sammála um, að „eitthvaðdjöfullegt,“sé við mál- ið. Hótanabréfum er lýst svo, að það sé eins og þau séu skrifuð af hinum vonda. Eitt bréfanna byrjar þannig: „Ég er hvorki karlmaður né kvenmaður, hvorki guð né djöfull . . .“ Þegar það er lesið í réttinum, fer notalegur fiðringur um hina mörgu áheyrendur; þeir bíða vongóðir eftir hinum ægileg- ustu lýsingum. Það er almannamál, að ekk- ert leikhús hafi nokkru sinni boðið upp á annað eins harm- leiksatriði og það, er María de Morell svifti blæjunni frá and- litinu, beinir augum sínum yfir réttarsalinn, starir á hinn glæsi- lega fanga og segir með lágri, en rólegri rödd: „c’est lui! — Þetta er hann!“ Kvenfólkið í réttarsalnum stendur á öndinni af æsingu — hvað gat verið rneira hrífandi og rómantískara ? Þetta er eins og í skáldverki eftir Byron, Walter Scott, Lamartine eða George Sand — í fullkomnu samræmi við aldarandann. Hér er líka dálítið annað á ferðinni; þó að fáir taki eftir því, og enginn þori að ympra á því; jafnvel verjendurnir dirf- ast aðeins að drepa lítillega á möguleika, sem ekki verður bú- ist við að neinn taki alvarlega. I þessu andrúmslofti óbeizlaðra 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.