Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 59
RÓMANTlSKIR GLÆPIR 1 FRAKKLANDI
57
yfir því, að hann hafi verið sá,
er braust inn til hennar. Fang-
inn þvemeitar öllum þessum á-
kærum, — tvær voldugar ættir
heyja ákafa baráttu, hvor gegn
annari, og íbúar Parísarborgar
skiptast í tvo hópa, en meiri-
hlutinn er þó með „hinu engil-
hreina fórnarlambi.“
Eftir þenna hræðilega at-
burð, fer að bera á lasleika
nokkrum hjá Maríu. Hún er í
dái á daginn, en f ær dálitla með-
vitund frá miðnætti til klukkan
fjögur á morgnana. í þessu
ástandi er hún yfirheyrð. Hin
sextán ára gamla yngismær er
leidd gætilega inn í kyrrlátan
réttarsal um miðnætti; hún
hnígur niður í hægindastól,
augu hennar eru lokuð, fagurt
andlit hennar er hulið slæðum
og silkiborðum nýtízku hatts;
hún svarar spurningum dómar-
ans og lögfræðinganna með
syfjulegri rödd. Dauðarefsing
liggur við nauðgun og tilraun til
nauðgunar; fanginn er ungur,
fríður og mesta glæsimenni —
getur nokkurt hneyksii verið
meira spennandi eða yndislegra.
Allir eru sammála um, að
„eitthvaðdjöfullegt,“sé við mál-
ið. Hótanabréfum er lýst svo, að
það sé eins og þau séu skrifuð
af hinum vonda. Eitt bréfanna
byrjar þannig: „Ég er hvorki
karlmaður né kvenmaður,
hvorki guð né djöfull . . .“
Þegar það er lesið í réttinum,
fer notalegur fiðringur um hina
mörgu áheyrendur; þeir bíða
vongóðir eftir hinum ægileg-
ustu lýsingum.
Það er almannamál, að ekk-
ert leikhús hafi nokkru sinni
boðið upp á annað eins harm-
leiksatriði og það, er María de
Morell svifti blæjunni frá and-
litinu, beinir augum sínum yfir
réttarsalinn, starir á hinn glæsi-
lega fanga og segir með lágri,
en rólegri rödd: „c’est lui! —
Þetta er hann!“
Kvenfólkið í réttarsalnum
stendur á öndinni af æsingu —
hvað gat verið rneira hrífandi
og rómantískara ? Þetta er eins
og í skáldverki eftir Byron,
Walter Scott, Lamartine eða
George Sand — í fullkomnu
samræmi við aldarandann.
Hér er líka dálítið annað á
ferðinni; þó að fáir taki eftir
því, og enginn þori að ympra á
því; jafnvel verjendurnir dirf-
ast aðeins að drepa lítillega á
möguleika, sem ekki verður bú-
ist við að neinn taki alvarlega. I
þessu andrúmslofti óbeizlaðra
8