Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 62
60
trHVAL,
Allen, „sem alltaf hefir biblíuna
í höndunum," og er „mjög fög-
ur,“ tuttugu og þriggja ára að
aldri. Þessar tvær stúlkur hafa
verið mikið saman einar síns
liðs, því að móðirin hefir mikl-
um skyldum að gegna í sam-
kvæmislífinu. Engin spyr um,
hvað þessar stúlkur hafi rætt
sín á milli, hvaða bækur þær
hafi náð sér í eða hvort þær
hafi talað um liðsforingjana,
sem voru alls staðar nálægir.
Það er ekki hægt að gagnspyrja
um slíkt í réttinum. Þetta eru
veluppaldar yngismeyjar, þær
vita ekkert, sjá ekkert og heyra
ekkert — þær eru algerlega
flekklausar. Nei, Parísarbúar
vilja heldur trúa því, að ungi
maðurinn sé fantur og illmenni,
að hann sé hálfgerður djöfull,
sem sé meðlimur í hræðilegu
leynifélagi, er hafi það að mark-
miði að vinna að framgangi
hins illa.
Það eru skáldaðar ótrúleg-
ustu sögur um líferni hans —
hve margar fylgikonur hann
hafi haft, hve mörg einvígi
hann hafi háð, hve mikið spila-
fífl hann hafi verið og hve mörg-
um ódáðaverkum hann hafi
tekið þátt í! Hve háðsleg eru
hin dökku augu hans, hve
nautnalegar varir og andlit
hans náfölt! Getur það verið,
að hann sé Saint-Germain
greifi, Cagliostro eða jafnvel
Gyðingurinn gangandi? í raun
og veru er la Ronciére liðsfor-
ingja-vesalingur, sem hefir hag-
að sér svipað og félagar hans.
Hann hefir rifizt við föður sinn
vegna oflítils fjárstyrks, hann
á unnustu eins og gengur, hann
er handlaginn og hefir gaman
af að teikna, sauma út og gera
inniskó. Hann sver og sárt við
leggur, „með tár í augum,“ að
hann hafi naumast tekið eftir
Maríu de Morell, og að honum
virðist bréfin vera „skrifuð“ af
brjálaðri manneskju.“
En allt árangurslaust; hann
er sekur fundinn, en þó ekki án
málsbóta. Þessi síðasta fjar-
stæða þýðir, að kviðdómend-
urnir hafa ekki verið alveg viss-
ir í sinni sök — ef til vill var
þá eitthvert sannleikskom í
álitsgerð sérfræðinganna þegar
allt kom til alls!
La Ronciére undirforingi er
dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir
að vekja óþroskaðar ástríður
móðursjúkrar stúlku. Og hvað
snertir vandamál Maríu de Mor-
ell, þá leysist það á þann hátt,
að hún giftist og eignast f jölda