Úrval - 01.10.1945, Side 65
1 HEIMSSTYRJÖLD Á HEIMSSKAUTI
63
með okkur. Seinna kom norsk-
ur undirforingi á smábát til ís-
lands, og þá þótti okkur tími
til kominn að hefjast handa að
nýju í baráttunni gegn Þjóð-
verjum.
Brezkur her var þá þegar
kominn til íslands og vann baki
brotnu að landvörnum, sem að
haldi kæmu, ef fjandmennirnir
réðust til innrásar. Ekki vildum
við þó ganga í brezka herinn.
Við vorum Norðmenn og fannst
okkur bera að ráðast í athafnir
af eigin rammleik. En Breta
skorti menn til að taka að sér
þjálfun skíðamanna og kennslu
í bardagaaðferðum á fenntri
jörð. Við féllumst því á að lið-
sinna þeim í þessum efnum
sem „óviðurkenndir“ norskir
hermenn.
Þannig hófstherþjónustaokk-
ar. Með undirforingjann í broddi
fylkingar þrömmuðum við um
götur Reykjavíkur, til heræf inga
og frá. Við bárum vitaskuld
ekki vopn og eigi einkennisbún-
inga að heldur, nema í sam-
kvæmum þeim sem íslendingar
héldu okkur í þakklætisskyni
fyrir ýmis smáviðvik sem við
inntum af hendi fyrir þá. Við
nefndum okkur „Norsku her-
sveitina á Islandi“ og vorum
einhuga um að vinna sem öflug-
ast gagn.
Bergen-búinn, sem áður hafði
notið nokkurar hernaðarþjálf-
unar, var tilnefndur liðþjálfi.
Var honum falin stjórn sveitar-
innar í fjarveru foringja okkar,
sem tókst á hendur ferð um
landið í leit að nýliðum. Sú ferð
bar góðan árangur, því að hann
snéri til baka að hálfum mán-
uði liðnum með sex Norðmenn
til viðbótar, sem þannig fylltu
töluna átján.
Nú voru okkur fengnir
brezkir herliðsbúningar, en á þá
saumuðum við okkar eigin ein-
kennismerki. Að svo búnu héld-
um við til fjalla og hófum þar
heræfingar af fullri einbeitni.
Er við komum aftur þaðan, var
okkur skipað niður, tveim og
tveim í stað, hjá ýmsum brezk-
um herflokkum, sem við skyld-
um kenna. í nóvember viður-
kenndu norsku yfirvöldin í
London að lokum litla ,,herinn“
okkar sem opinberan stríðsþátt-
takanda. Auk þess buðust þau
til að senda liðstyrk okkur til
hjálpar í hinu umfangsmikla
starfi við að kenna heilum
brezkum her bardagabrögð
heimskautshernaðar.
í árslok fengum við til um-