Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 67
I HEIMSSTYRJÖLB Á HEIMSSKAUTI
65
okkur saman og skýrði okkur
frá væntanlegu hlutverki.
Við tólfmenningarnir áttum,
undir stjórn Bergen-búans, að
koma upp veðurathuganastöð á
Jan Mayen, byggja varnarvirki
og umfram alt að aftra Þjóð-
verjrnn lendingar við eyna. Okk-
ur var sagt, að þeir hefðu þeg-
ar gert tilraun til að hertaka
eyna, en verið hindraðir af
brezka flotanum. Trúlegt var að
þeir mundu freista harningj-
unnar á nýjan leik.
Já, svona var nú það. Víst
var útlitið ekki sem hugnan-
legast, en við hresstum furðan-
lega fljótt upp hugann, eftir ao
við vissum, hvað í húfi var. Við
minntumst þess að Jan Mayen
var norskt land, hluti af okkar
ástfólgnu fósturjörð, og því
mun kærari en aðrar óbyggileg-
ar klettaeyjar.
Þá var að komast til lands.
Ég frétti seinna, að áður hefði
tveimur leiðangursflokkum
misheppnast landganga þarna.
Annar braut skip sitt, en hinn
komst aldrei svo nærri, að lend-
ing tækist.
Lítil líkindi virtust vera fyr-
ir að takast mundi að finna
auða sjórauf í ísþekjuna kring-
inn eyna. Við skriðum á hægri
ferð meðfram ísbníninni í von
og óvon. Af einskærri slembi-
lukku rákumst við á all-breiðan
áí, sem klauf ísinn langleiðis
tií strandar.
Við létum ekki á okkur
standa en beindum skipunum
sem skjótast inn eftir vökinni
og lögðum þeim við „ísbólverk,“
nokkur hundruð metra frá
sjálfri fjörunni.
Foringinn gekk þegar á land
upp, tii eftirgrenslana. Á með-
an horfðum við með áhuga á
þetta framtíðarheimkyni okkar.
Ströndin var stórgrýtt, en ofan
við hana risu skörðóttar berg-
eggjar með slútandi ískertum.
Ofar tók við algjör auðn, ber-
angursvíðáttur og hraungrýtis-
hlíðar, sem teygðu sig upp um
fjalllendið. Allt var snævi þak-
ið; snjór og aftur snjór.
Þarna er engan gróður að
finna, nema á allra skjólsæl-
ustu stöðum, þar sem vex ein-
hver grámosategund. Einustu
lífverur þessa lands eru bláir og
hvítir refir, og stundum ísbirn-
ir, seiir og fuglar.
Þegar foringinn kom til baka,
hrópaði hann glaðlega: „Allt í
lagi. Við höfum skotið Þjóðverj-
unum ref fyrir rass og skulum
nú fara að skipa upp.“