Úrval - 01.10.1945, Page 68

Úrval - 01.10.1945, Page 68
66 'O’RVAL Nú fóru tveir menn í land í því skyni að líta eftir hentugum stað fyrir herbúðir okkar. Við hinir hófumst handa um að taka saman pjönkurnar. Þegar við beittum hundunum, sem við höfðum meðferðis, fyrir birgða- sleðana, komumst við að raun um að fönnin var þeim of djúp, svo að við urðum að annast flutninginn á eigin spýtur, gangandi á skíðum. Eftir nokkra hríð komu leit- armennirnir aftur og kváðust hafa fundið uppistandandi gamlan veiðikofa, sem væri á tilvöldum stað fyrir aðalstöðv- ar okkar. En þangað væri nokk- urra mílna vegalengd, yfir hrjóstur og hölkn, svo að kosta mundi mikinn svita að koma birgðunum þangað. Veðrið hafði verið gott fram að þessu, eftir því sem gerizt á þessum slóðum, en í þann mund sem flutningar okkar hófust brustu af því böndin. Við streittumst og strituðum í hagléljum og afspyrnuhríðum til skiptis, og svo var kuldinn mikill að ekki var vogandi að snerta málma berum höndum. Stundum var hvassviðrið svo skefjalaust, að við vorum veð- urtepptir einn og tvo daga í senn í veiðikofanum, sem var ekki stærri en svo, að hann rúm- aði tæpast fleiri en fjóra menn. Áður en langt um leið gátum við samt reist veðurathugunar- stöðina. Senditækinu var komið fyrir og veðurlýsingum útvarp- að til Bretlands, reglulega. Hið ómetanlega gildi slíkra veður- farslýsinga var í rauninni eina ástæðan fyrir sendiferð okkar til eynnar. Jan Mayen liggur, sem kunnugt er, míluhundruð norður af íslandi og er mikil „lægðastía.“ Okkur var því í lófa lagið að gera aðvart um suðuræðandi norðanrokið löngu fyrr en aðrar veðurstöðvar á norðurslóðum. Næst lá fyrir okkur að sprengja með tundri fyrir góðu stæði undir „tilbúið“ hús og koma því upp. En þegar til átti að taka við að skeyta húshlut- ana saman, kom í ljós að leiðar- vísirinn þar um hafði fokið út í buskann í rokinu við fsland! Við urðum því að ráðast í að leysa þessa tröllauknu „kubba- þraut“ af eigin hyggjuviti. Því- líkt verkefni! Að ógleymdum erfiðleikuntun við að reikna út rétthæfni hvers húshluta, tafði stormurinn tíðum fyrir okkur og þá eigi að síður frostharkan,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.