Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 68
66
'O’RVAL
Nú fóru tveir menn í land í
því skyni að líta eftir hentugum
stað fyrir herbúðir okkar. Við
hinir hófumst handa um að taka
saman pjönkurnar. Þegar við
beittum hundunum, sem við
höfðum meðferðis, fyrir birgða-
sleðana, komumst við að raun
um að fönnin var þeim of djúp,
svo að við urðum að annast
flutninginn á eigin spýtur,
gangandi á skíðum.
Eftir nokkra hríð komu leit-
armennirnir aftur og kváðust
hafa fundið uppistandandi
gamlan veiðikofa, sem væri á
tilvöldum stað fyrir aðalstöðv-
ar okkar. En þangað væri nokk-
urra mílna vegalengd, yfir
hrjóstur og hölkn, svo að kosta
mundi mikinn svita að koma
birgðunum þangað.
Veðrið hafði verið gott fram
að þessu, eftir því sem gerizt
á þessum slóðum, en í þann
mund sem flutningar okkar
hófust brustu af því böndin.
Við streittumst og strituðum í
hagléljum og afspyrnuhríðum
til skiptis, og svo var kuldinn
mikill að ekki var vogandi að
snerta málma berum höndum.
Stundum var hvassviðrið svo
skefjalaust, að við vorum veð-
urtepptir einn og tvo daga í
senn í veiðikofanum, sem var
ekki stærri en svo, að hann rúm-
aði tæpast fleiri en fjóra menn.
Áður en langt um leið gátum
við samt reist veðurathugunar-
stöðina. Senditækinu var komið
fyrir og veðurlýsingum útvarp-
að til Bretlands, reglulega. Hið
ómetanlega gildi slíkra veður-
farslýsinga var í rauninni eina
ástæðan fyrir sendiferð okkar
til eynnar. Jan Mayen liggur,
sem kunnugt er, míluhundruð
norður af íslandi og er mikil
„lægðastía.“ Okkur var því í
lófa lagið að gera aðvart um
suðuræðandi norðanrokið löngu
fyrr en aðrar veðurstöðvar á
norðurslóðum.
Næst lá fyrir okkur að
sprengja með tundri fyrir góðu
stæði undir „tilbúið“ hús og
koma því upp. En þegar til átti
að taka við að skeyta húshlut-
ana saman, kom í ljós að leiðar-
vísirinn þar um hafði fokið út
í buskann í rokinu við fsland!
Við urðum því að ráðast í að
leysa þessa tröllauknu „kubba-
þraut“ af eigin hyggjuviti. Því-
líkt verkefni! Að ógleymdum
erfiðleikuntun við að reikna út
rétthæfni hvers húshluta, tafði
stormurinn tíðum fyrir okkur
og þá eigi að síður frostharkan,