Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 69
1 HEIMSSTYRJÖLD Á HEIMSSKAUTI
67
sem var svo mikil að ógerning-
ur var að halda á verkfærunum,
nema nokkrar mínútur í senn.
Fyrstu fimm vikurnar eftir
komu okkar, þræluðum við allt
hvað af tók við uppskipun, sleða-
drátt ogbyggingaframkvæmdir.
Nú hafði þriðja birgðaskipið
heimsótt okkur, og þurftum við
að keppast við að afferma það,
svo að öll skipin kæmustábrott,
áður en þau festi í ísnurn, sem
nú var tekinn að klökkna og
bresta í vorhálkunni.
Kvöldið fyrir páska kvöddu
skipverjar okkur. Við eftirlegu-
kindurnar tólf, stóðum hlið við
hlið á ströndinni og veifuðum
kappsamlega í kveðjuskyni. Dá-
lítið urðum við undarlegir inn-
anbrjósts við burtför félaga
okkar, því að óvíst var um, hvað
biði okkar hér í auðninni. En
sem betur fór gafst lítill tími
til heilabrota. Nóg var að
starfa. Verið gat að Þjóðverjar
reyndu að ná yfirhöndinni á
eynni, og því tókum við til að
koma upp forðabúrum hér og
þar, svo að okkur þryti ekki
vistir, ef fyrir kæmi að við yrð-
um hraktir af einum stað á ann-
an.
Við komumst fljótt að raun
lun, að fjendumir hefðu ekki
gleymt Jan Mayen. Ekki voru
þeir heldur ófróðir um veru
okkar þar, því að jafnskjótt og
hið svonefnda sumar gekk í
garð, hófu þeir loftárásir! Þær
voru þó, sem betur fór, ekki
heiftarlegar, og jafnan fengum
við aðvörunarmerki frá hund-
unum, sem óðar tóku að
gjamma, er þeir heyrðu til flug-
vélanna.
Um þessar mundir reistum
við nokkurskonar ,,úrslitavígi.“
Við byggðum sendistöð uppi á
hárri klettasnös og komum þar
fyrir vistum. Til að komast
þangað upp, þurftum við í
fyrstu að „klífa þrítugan ham-
arinn,“ en lögðum síðan kaðal
niður þverhnípt bergið, til tíma-
sparnaðar fyrir okkur við upp-
og niðurklif. Færi svo, að við
yrðum hraktir í þetta lokavirki,
var hægurinn hjá að skera á
reipið, og sennilegt að okkur
tækist að verjast þaðan tals-
verðu liðsafli um nokkurn tíma.
Á meðan gætum við svo, vita-
skuld, sent út neyðarkall eftir
hjálp. Til allrar hamingju kom
aldrei til þess.
Eitt var það af verkefnum
okkar að festa niður tveimur
gömlum fallbyssum á heppileg-
um stöðum. Við vorum allir með