Úrval - 01.10.1945, Page 70
68
ÍTRVAL
öllu ókunnandi í stórskota-
tækni, en með æfingu og þolin-
mæði náðum vio sæmilegum
árangri. Verst var að finna
nægilega trausta undirstöðu,
sem ekki molaðist við átökin,
er skotið var. Þetta tókst þó
seint og um síðir.
Eftir tveggja mánaða dvöl á
eynni bættist okkur liðsstyrkur,
— 18 menn — og auknar birgð-
ir. En nú vantaði húsaskjól
handa þeim, og þeir höfðu eltk-
ert byggingarefni meðferðis.
Brátt réðst þó úr þessum vanda.
strandlengjan var krök af reka-
viði, sem berst þangað frá Sí-
beríu, eftir þakrisi heimskringl-
unnar. Nú söfnuðum við hent-
ugum viðardrumbum, hjuggum
þá til og reistum úr þeim
nokkra smákofa. Þetta var um
hásumartímann, svo að við gát-
um unnið dag og nótt, sem
nauðsynlegt var, til þess að vet-
urinn kæmi okkur ekki í opna
skjöldu.
Við settum líka upp veðurat-
huganastöðvar víðsvegar um
eyna og skýrðum þær ýmsum
nöfnum, s. s. ,,þokubælið“o. s.frv.
Ný varnarvirki voru byggð og
enn ein sendistöð. Símastreng-
ur var lagður milli allra kof-
anna, fáein fet frá jörðu.
Hinn 22. júlí komu fleiri
menn og meiri vistir. Þá feng-
um við hríðskotabyssur og
kunnáttumenn í meðferð þeirra.
Nú gátum við svarað óvinaflug-
vélum, enda fengu Þýzkararnir
nýjan þef í nasirnar í næstu
heimsókn.
Skipaferðir til okkar lögðust
nú niður um átta mánaða skeið.
Sumarið, með miðnætursól og
rauðum, smávöxnum mosablóm-
um, var senn á enda. Tóku þá
við þokur og síðar hríðarbyljir
og hamslausir stormar, verri en
nokkru sinni fyrr. Þegar veður
leyfði fórum við í eftirlitsferð-
ir og iðkuðum jafnvel skíða-
keppnir. Við fengumst líka við
blárefaveiðar með gildrum.
Hverjum okkar var leyft að
veiða tvo refi á ári, og skyldu
skinnin seljast á Islandi með
jöfnum hagnaði allra.
Brátt varð eyjan í kafi íss
og snjóa, og fyrir kom, að við
áræddum ekki út fyrir dyr dög-
um saman. Þegar svo stóð á
spiluðum við og telfdum eða
dunduðum við tréskurð og hús-
gagnasmíðar úr hinum óþrjót-
andi rekaviði. Þegar selveiði-
tíminn hófst, skutum við húna,
en skinn þeirra eru allverðmæt.