Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
vegna aðdráttarafls einhverrar
annarar stjörnu, sem hefðu
komið helzti nærri henni. „Slett-
urnar“ kólnuðu síðan og þétt-
ust, urðu að himinhnöttum eða
stjörnum, og tóku að snúast um
sólina vegna aðdráttarafls
hennar. Á þennan hátt hugðu
þeir að reikistjörnumar hefðu
orðið til.
Ellegar máske hefir togazt út
úr sólinni vindil-laga lopi, mjór
til endanna en gildur um miðj-
una. Til endanna mynduðust
svo, á líkan hátt og að framan
segir, litlu reikistjörnurnar,
Merkúr, Venus, Jörðin og Marz
næst sólu, og Úranus, Neptunus
og Pluto fjærst henni, en um
miðjuna Júpíter, Saturnus svo
og smástirnin öll milli Marz og
Júpíter, sem sennilega eru leifar
stórrar reikistjörnu, er hefir
splundrast fyrir einhverjar sak-
ir.
Það er mjög sjaldgæft fyrir-
bæri að stjörnur komi það nálægt
hvor annari að aðdráttarafls
milli þeirra gæti til nokkura
muna. Talið er að slíkt verði að
meðaltali ekki oftar en einu
sinni á 6.000.000.000 ármn.
Samkvæmt kenningu Cham-
berlins, Moultons og Jeans er
því himingeimurinn næsta líf-
vana. Reikistjörnurnar eru hlut-
fallslega mjög fáar og aðeins
lítill hluti þeirra byggilegur
fyrir lifandi verur.
En nú er gerð hörð hríð að
kenningum þessum og virðast
forsvarsmenn þeirra eiga í vök
að verjast.
Um margar aldir héldu menn
að ekki væru til aðrir sjálflýs-
andi hnettir en sólin okkar, en
síðar kom í ljós að allar stjörn-
ur sem við sjáum, aðrar en
reikistjörnurnar í okkar eigin
sólkerfi, eru einnig sólir.
Ekki er ólíklegt að hugmynd-
ir okkar urn reikistjörnurnar,
fjölda þeirra og uppruna, reyn-
ist á sama hátt rangar.
Uppi eru nú tvær nýjar kenn-
ingar um þessi mál. Þær byggja
á gerólíkum forsendum, önnur
á hringiðu efnisþokunnar en hin
á geysistórum Ijóseindum (pho-
tons) og er því markvert að
þeim skuli bera saman um
fjölda hinna „lifandi“ himin-
tungla.
Höfundur fyrri kenningar-
innar er Dr. Carl von Weizsac-
er, og tekur hann upp þráðinn í
hugmyndum franska stjörnu-
fræðingsins Laplace.
Laplace hugði að í firndinni
hafi sólin okkar verið gríðar-