Úrval - 01.10.1945, Page 77
LlP Á ÖÐRUM STJÖRNUM
75
stór hnöttur úr léttum loftteg-
undum, og náð út fyrir Uranus
— Neptunus og Pluto, yztu
reikistjörnurnar, voru þá
óþekktar. Sólin kólnaði og
skrapp saman með aldrinum, og
skildi eftir efnis-,,slettur“, sem
síðan þéttust enn meir og urðu
að föstum hnöttum.
Hugmyndin hafði margt sér
til ágætis en stangaðist hins
vegar á við ýmsar kunnar og
óvéfengjanlegar staðreyndir.
Hún gat verið rétt ef reiki-
stjörnunar væru 100 sinnum
þyngri en þær í rauninni eru.
Með þessu er gert ráð fyrir
að ,,slettunum“ hafi verið
skipulega skipt niður og að þær
hefðu ekki haft áhrif hvor á
aðra.
En Weizsacker heldur því
fram að innbyrðis áhrifa hafi
gætt. Geysistórar hringiður
mynduðust á líkan hátt og í
straumþungum ám. í lygnunum
rnilli hringiðanna söfnuðust
sarnan hin þyngri efni og mynd-
uðu þannig þéttan kjarna, á
líkan hátt og gras, spýtur og
annað rusl safnast sarnan í
hrúgu milli hringiða í ám.
En þetta skýrir aðeins hvað
varð um einn hundraðshluta
efnisins (massans). Hvað varð
um hina 99 hundraðshlutana ?
Samkvæmt áreiðanlegum á-
ætlunum eru 99 hundraðshlutar
af þunga sóiarinnar léttar loft-
tegundir, vatnsefni og helium.
„Sletturnar“ voru að sjálfsögðu
eins að samsetningu. Þegar
hringiðurnar hægðu á sér, losn-
uðu þessar lofttegundir úr viðj-
um og lögðu leið sína út í
geiminn. Aðeins örlítill hluti
varð eftir.
Þannig skýrir Weizacker
ráðgátuna um 99 hundraðs-
hlutana, sem týndust. Loftteg-
undirnar sögðu skilið við sól-
kerfi okkar, hurfu á brott út í
geiminn og koma hingað aldrei
aftur.
Það er augljóst mál, að sé
kenning þessi rétt að því er
snertir okkar sól, gildir hún
einnig um aðrar sólir.
Kenning Weizsackerservissu-
lega nýstárleg, en að því leyti
stenzt hún þó ekki samanburð
við hina kenninguna, sem próf.
Haldane lýsir nýlega í hinu vís-
indalega tímariti ,,Nature.“
Próf. Haldane byggir kenningu
sína á hugmyndum enska vís-
indamannsins E. A. Milne.
Haldane leggur alheiminn til
grundvallar og gerir ráð fyrir