Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 78
76
■ORVAL
að hann sé stöðugt að færa út
kvíarnar. Telur hann að allar
stjörnur og vetrarbrautir hafi
orðið til við sprengingu ellegar
dreifingu, sem hófst fyrir 500
000.000.000 árum, og sem á sér
stað enn.
Stjörnufræðingar hafa eklti
gefið kenningu þessari gaum
fyrir þá sök að hún félli þeim
í geð, heldur hafa þeir neyðst
til þess. Þeir hafa sannfærzt um
að eftir 1.300.000.000. ár verði
fjarlægðin milli okkar og sumra
vetrarbrauta tvöfalt meiri en
nú er, og að alheimurinn vaxi
að sama skapi.
Á bernskuskeiði sínu var al-
heimurinn ólíkur því, sem hann
er nú, og getum við ekki gert
okkur í hugarlund hvernig hann
var þá. Geislunar gætti þá ef
til viil meira en efnis. Alheimur-
inn var lítill á mælikvarða þess,
sem nú er, og orkan (energy)
hlutfallslega meiri.
Á þeim tíma var öll geislun,
Ijósið, radio-bylgjur og X-geisl-
ar, ólíkt því, sem við nú þekkj-
um.
Álitið er að geislun stafi af
ljóseindum. Orkan, sem Ijós-
eindin ræðir yfir, er afar lítil.
Ljóseind í gulu ljósi hefir t. d.
aðeins einn miljónasta hluta
þeirrar orku, sem þarf til þess
að lyfta flugu um einn centi-
meter.
En Haldane heldur því fram
að í firndinni, skömmu eftir að
sprengingarnar hófust,hafiver-
ið gríðarstórar ljóseindir, sem
að þunga (massa) voru 60.000.
000.000.000.000.000 tonn, og
höfðu orku, sem til þess svarar.
Þessi hugmynd er langt fyrir
ofan skilning okkar. Það er
vissulega óhugsandi að sólar-
geisli, ljóseindastraumur, geti
fellt margra hæða hús, en kenn-
ing Haldanes gengur þó „sýnu“
lengra.
Haldane heldur því fram að
ein einasta tröll-ljóseind hafi
kvarnað stykki úr sólinni og
slöngvað því 150.000.000 km. út
í geiminn. Á þann hátt hafi
jörðin orðið til.
Aðrar ámóta ljóseindir
kvörnuðu þau stykki úr sólinni,
sem síðar urðu að hinum reiki-
stjörnunum. Gerðist þetta á
líkan hátt og vísindamenn nú
splundra frumeindum í Cyclo-
tron-tækinu.
Afar stórar ljóseindir
kunna að hafa skipt sólum í
tvo ámóta stóra hluta, og á
þann hátt hafi myndazt tví-