Úrval - 01.10.1945, Síða 84
82
tJRVALi
ina, sem ætíð er í baðhúsum, og
þoldi flest fremur en það, að
afklæða sig með öðrum.
Gagnvart dýrum fann þessi
drengsnáði til frændsemi, er
hann kenndi aldrei gagnvart
mönnum. Þrátt fyrir talsverða
andstöðu foreldra sinna, sorg-
lega slæmar kringumstæður og
lélegan útbúnað gat hann eign-
ast dýr, og hafði því ætíð eitt-
hvað til að hugsa um og annast.
Hann átti dúfur, hunda, slöng-
ur, halakörtur, skjaldbökur,
kanínur, eðlur, söngfugla,
kamelljón, kálorma og mýs. Það
er ómögulegt að reikna út, hve
miklum tíma hann eyddi í það
eitt að horfa á dýrin, eða í að
skipta um vatn í brynningar-
ílátum þeirra, og það er erfitt
að segja um, hvað hann græddi
á því. Á vorin komst hann í inni-
legt samrunaástand við sköpun-
aröfl náttúrunnar, og lagði
hænu á egg. Honum fannst
hann þurfa að fylgjast með allri
þróun og tímgun, rétt eins og
allt slíkt mundi annars mis-
takast og jörðin hrörna og
deyja. Hugtakið „kraftaverk“
hafði í vitund hans egglögun.
(Mér finnst atburðir síðustu
ára hafa fært sönnur á réttmæti
þess trausts, er hann bar til
dýranna, því á undanförnum
árum hefir hegðun þeirra sann-
árlega verið til fyrirmyndar í
samanburði við framferði okkar
mannanna).
Hæfileikann til að elska hafði
hann í ríkari mæli en nokkur
annar. Eðli hans var gagn-
þrungið viðkvæmni og riddara-
legri tilbeiðslu. Hann óf gullinn
draumavefnað um fegurð og
fullkomnun, og tókst að vefa
hitt kynið inn í myndina. Leit
hans að fegurðinni var ætíð á
einhvern hátt samslungin leit
hans að hinni algeru ást, og bar
hann að lokum inn á svið, sem
hann hefði aldrei kynnzt ella.
Nú orðið sé ég hann sjaldan, en
þegar ég hefi rekizt á hann, hefi
ég veitt því athygli, að augna-
ráð hans er alvarlegt og rann-
sakandi, þegar hann athugar
svip samferðamannanna, sann-
færður um að einhverntíma
muni hann sjá þar svar við
hinni áleitnu spurningu sinni.
Eins og áður er sagt, blygðast
ég mín ekkert þó ég lýsi þessum
dreng alveg eins og hann kemur
mér fyrir sjónir, þvíhannermér
alveg óviðkomandi — ég hefi að
mestu leyti misst sjónar á hon-
um, og hann hefir fjarlægst
mig, honum skýtur einstöku