Úrval - 01.10.1945, Side 86
84
ÚRVAL
lingsins eða raska andlegu
jafnvægi hans, svo að síðustu
dregur til fávitaskapar eða
einskonar sinnisveiki (demen-
tia praecox). Mannræktarfræð-
ingar hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að séu viðeigandi
ráðstafanir gerðar, megi hindra
að slíkt komi fyrir jafn oft og
raun ber vitni. Hverskonar af-
brot og glæpir yrðu þá sjald-
gæfari, lífshagir almennt
myndu batna og félagsmál
skipast í betra horf.
Mannræktarvísindi eru til-
raun til að hagnýta uppgötvanir
líffræðinnar til heilla fyrir
mannkynið, — þó sérstaklega
uppgötvanir um arfgengi, sem
hafa stöðugt verið að færa út
kvíarnar síðustu 20 árin. Mann-
ræktarfræðingar eru þeirrar
trúar, að rannsóknir á arfgengi
hjá jurtum og dýrum hafi leitt
í Ijós ströng lögmál, sem það
lýtur, og rækilegar athuganir
hafi fært heim sanninn um, að
þessi sömu lögmál gildi fyrir
menn og skuli því tekin til
greina í löggjöf.
Líklegt er að mannrækt verði
rædd samhliða öðrum viðfangs-
efnum, á borð við heilbrigðis-
mál og almannatryggingar, að
stríðinu Ioknu. En engin afstaða
verður þó tekin til þessara
mála fyr en gengið hefir verið
úr skugga um sannleiksgildi
kenninga mannræktarvísind-
anna um arfgengi sjúkdóma, og
að hve miklu leyti tillögur
þeirra um gagnráðstafanir
koma að haldi, og hvernig
mannrækt geti skapað betri
lífshagi.
Arfgengi hlítir föstum alls-
herjar lögmálum — erfðalög-
málum Mendels. Samkvæmt
þessum lögmálum geta sjúkleik-
ar gengið að erfðum með tvenn-
um hætti. Tökum tvo arfgenga
sjúkleika sem dæmi: heyrnar-
og málleysi og dansæði (st. Vit-
usar dans).
Þegar maður, sem hefir ein-
kenni dansæðis, giftist heil-
brigðri konu, erfa börn þeirra
sjúkleika föður síns. Þau hljóta
í arf sjúkt upplag frá föðum-
um en heilbrigt upplag frá
móðurinni, en af þessu tvennu
má það sjúklega sín meira.
Sama máli gegnir um börn heil-
brigðs föður og sjúkrar móður.
Þau fá dansæði. Dansæði er því
kallað ríkjandi erfðasjúkdómur.
Þessu er annan veg farið,
þegar um heyrnar- og málleysi
er að ræða. Börn, sem eiga
annað foreldranna daufdumbt,