Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 92
90
TJRVAL
ekki þessar ráðstafanir einar
saman, þar með taldar vananir,
fækkað að neinu rnarki þeim
erfðasjúkdómum, sem nú þekkj-
ast, hvað þá heldur upprætt þá.
í fyrsta lagi vegna þess, að
margir þessara sjúkdóma koma
fyrst fram á fullorðins aldri,
þegar einstaklingurinn, sem í
hlut á, hefir eignazt börn; í
öðru lagi vegna þess, að mann-
ræktarvísindin geta alls ekkert
gert til að hindra, að þeir arf-
gengir sjúkdómar, sem orsak-
ast af stökkbreytingum, fari í
vöxt. Síðast en ekki sízt geta
þessar ráðstafanir að vísu dreg-
ið úr þeirri hættu, að vangæft
barn fæðist, einkum þegar um
taugasjúkleika er að ræða, en
samtímis er varnað að fram
komi frábærir einstaklingar,
svo að þjóðfélagið gerir hvorki
að græða á því né tapa.
Með þeirri þekkingu, sem nú
er fengin á þessum efnum, virð-
ist óhyggilegt að lögbjóða ráð-
stafanir af hálfu mannræktar-
vísindanna. Giftingar innan
ætta hafa þó sérstöðu. Það er
lítill efi á því, að þær halda við
fjölda arfgengum sjúkdómum.
Yfirleitt ætti að koma í veg
fyrir slíkar giftingar, einkum
þegar systkinabörn eiga í
hlut.
.V .
Menninur eru misjafnir.
Sumir spyrja hversvegna mannkynið lifi ekki sem ein þjóð,
tali sama mál, hlíði sömu lögum, hafi sömu venjur og sömu
trú. Ég tel þó furðulegt að sjö eða átta manna fjölskylda skuli
til lengdar geta haldist við undir sama þaka, þegar gætt er þess
reginmunar sem er á skapferli, smekk og viðhorfi mannanna.
Jean De La Bruyére —•
CS3
Yfirmanni sýnd tillitssemi.
Dr. Creighton, sem eitt sinn var biskup í London, var í járn-
brautarlest ásamt klerki, heldur vesaldarlegum. Biskupinn var
mikill reykingamaður, tók upp vindlaveski sitt og sagði bros-
andi við klerkinn:
„Þér hafið vonandi ekki á móti þvi að ég reyki."
„Nei,“ sagði klerkurinn vandræðalega, „ef þér hafið ekki á
móti því að ég selji upp.“