Úrval - 01.10.1945, Page 94
92
ÚRVAL
búðum. Hann datt af baki og
allir veltust í hlátri, en honum
var alveg sama. Honum virtist
jafnvel þykja gaman að því. Ég
man einu sinni þegar hann hafði
gert eitthvað hlægilegt og það
meira að segja úti á miðju Aðal-
stræti. Ég var með nokkrum
öðrum strákum og þeir hlógu og
hrópuðu að honum og hann
kallaði á móti og skemmti sér
ekki síður en þeir. Ég hljóp nið-
ur á eyri og þar á bak við
geymsluhúsin grét ég lengi.
Stundum þegar ég var háttað-
ur á kvöldin kom faðir minn
heim góðglaður með nokkra
menn með sér. Hann var maður
sem aldrei var einn. Áður en
hann fór á höfuðið með
aktygjaverzlunina var alltaf
hópur af mönnum að slæpast í
búðinni. Hann varð gjaldþrota,
auðvitað af því að hann lánaði
of mikið. Hann gat ekki neitað
mönnum um lán og mér fannst
hann vera kjáni. Ég var farinn
að hata hann.
Það komu menn, sem mér
fannst að ekki mundu kæra sig
um að flækjast með honum.
Stundum kom jafnvel náms-
stjóri skólanna okkar og hæg-
látur maður sem rak járnvöru-
búðina. Einu sinni man ég að
kom gráhærður maður, gjald-
keri í bankanum. Mér fannst
furðulegt að þeir skyldu vilja
láta sjá sig með öðrum eins
flautaþyrli, því að það fannst
mér hann vera. Nú skil ég hvað
það var sem dró þá. Það var að
lífið í bænum okkar eins og öll-
um smábæjum, var með köflum
heldur dauft og hann fjörgaði
það. Hann kom þeim til að
hlægja. Hann gat sagt sögur.
Hann gat jafnvel fengið þá til
að syngja.
Þegar þeir komu ekki heim
til okkar fóru þeir stundum á
kvöldin þangað sem þeir fundu
grösugan blett við læk. Þar suðu
þeir sér mat og drukku bjór og
hlustuðu á sögurnar hans.
Hann var alltaf að segja sög-
ur af sjálfum sér. Það var alltaf
eitthvað furðulegt sem hafði
komið fyrir hann. Sumt af því
gerði hann hálf hlægilegan, en
honum var alveg sama.
Kæmi írlendingur í heimsókn
var það alveg eftir pabba að
segja að hann væri írlendingur
líka. Þá fræddi hann okkur á
því í hvaða héraði á írlandi hann
væri fæddur og gat sagt sögur
af hinu og Öðru sem gerðist þar
meðan hann var að alast upp.
Frásögnin var svo ljós og kvik,