Úrval - 01.10.1945, Side 97
FUNDINN FAÐIR
95
föður. Til að vernda móður
mína, bjó ég til sögur um leyni-
legt hjónaband sem af einhverri
undarlegri ástæðu aldrei varð
opinbert. Að einhver maður, til
dæmis forseti járnbrautafélags
eða alþingismaður, hefði kvænzt
móður minni, af því að hann
hélt að kona sín væri dáin, en
svo hefði komið í ljós að hún
var ekki dáin.
Þá urðu þau að leysa hjóna-
bandið upp og þegja yfir því, en
ég fæddist engu að síður. Ég var
í rauninniekkisonurföður míns.
Einhversstaðar í veröldinni
var afar virðulegur, dásamlegur
maður, sem í raun og veru var
faðir minn. Ég kom mér stund-
um sjálfum til að trúa þessurn
ímyndunum.
Og svo var það eitt kvöld að
móðir mín var ekki heima,
kanske var guðþjónusta þetta
kvöld. Faðir minn kom inn.
Hann hafði verið fjarverandi
tvær eða þrjár vikur. Ég var
aleinn heima, og sat og las við
eldhúsbekkinn.
Það hafði verið rigning og
hann var talsvert blautur. Hann
sat og horfði á mig lengi án
þess að segja orð. Ég varð hissa
því að hann var dapurlegri á
svipinn en ég hafði nokkum
tíma séð hann. Hann sat góða
stund og það lak úr fötunum
hans. Svo stóð hann upp.
„Komdu með mér,“ sagði
hann.
Ég stóð upp og fór með hon-
urn út úr húsinu. Ég var fullur
undrunar en alveg óhræddur.
Við þræddum smástíg sem lá út
dal um það bil mílu vegar frá
bænum og í þessum dal var
tjörn. Við héldum áfram í þögn.
Maðurinn sem alltaf talaði var
hættur að tala.
Ég vissi ekki hvað til stóð og
fann til þeirrar undarlegu kend-
ar að ég væri með ókunnugum
manni. Ég veit ekki hvort faðir
minn ætlaðist til þess. Ég held
ekki.
Tjörnin var talsvert stór. Enn
rigndi og öðru hvoru komu eld-
ingarglampar og þrumur á eftir.
Við vorum komnir á grasbakka
við tjörnina þegar faðir minn
tók til orða, og í dimmunni og
rigningunni virtist rödd hans
ókunn og undarleg.
„Farðu úr fötunum,“ sagði
hann.
Fullur eftirvæntingar byrjaði
ég að hátta. Það kom glampi af
eldingu og ég sá að hann var
þegar kominn úr.
Við óðum naktir út í tjörnina.