Úrval - 01.10.1945, Page 107
ÆVINTÝRABRTJÐURIN
105
minn, sem var starfsmaður á
Santa Fe járnbrautinni, var
mun lágvaxnari en Martin, en
hann mætti honum með krepta
hnefa og roðnaði og fölnaði á
víxl.
„Ungi maður,“ þrumaði hann,
„mig hefir aldrei langað eins
mikið til að berja mann eins og
núna — skilurðu það?“
„Já — ég rengi yður ekki um
það, herra Leighty. Aðalatrið-
ið er —“
„Aðalatriðið er þetta, hr.
Martin Johnson: þér hafið náð
í hana, látið nú sjá að þér farið
vel með hana!“
WTÆSTU sex mánuði var ég
1 ” hamingjusöm brúður. En
dag nokkurn stakk ég upp á því,
að við keyptum okkur hús, en
Martin neitaði. Hann vildi ekki
binda sig. Við ætluðum að fara
í ferðalag umhverfis jörðina.
Martin hafði verið fótaveik-
ur frá fæðingu. Innan við tví-
tugsaldur hafði hann ferðazt
um Kansas sem farandljós-
myndari. Síðar hafði hann kom-
izt til Liverpool á nautgripa-
flutningaskipi, með því aðvinna
fyrir sér á leiðinni. Hann hóf
ferðina með tæpar þrjátíu krón-
ur í vasanum, dvaldist nokkra
mánuði í ýmsum löndum
Evrópu og vann margs konar
störf. Árið 1908 var hann einn
af skipshöfn Snarksins með
Jack London, og rataði þá í
mörg ævintýri. Ferðin tók hálft
annað ár og á þessum tíma
kynntist hann íbúum Suður-
hafseyjanna. Hann fékk þá hug-
mynd, að taka fullkomna og
sanna kvikmynd af þessurn
villimönnum. Hann fékk mig á
sitt band og við ákváðum að
leggja strax af stað, enda þótt
faðir minn spyrði Martin, hvort
hann ætlaði að hugsa vel um
mig á þennan hátt — með því
að fara með mig til heiðinni
landa, þar sem mannætur
byggju.
Til þess að afía fjár til farar-
innar, seldum við brúðargjafir
okkar og húsgögn, og lögðum
upp í fyrirlestraferð um Banda-
ríkin og Kanada með kvik-
myndirnar, sem Martin hafði
tekið á Snarkinum. Oft áskotn-
aðist okkur ekki meira en svo,
að það rétt nægði fyrir far-
gjaldi milli fyrirlestrastaða.
Loks, eftir að Martin hafði gert
samning við félag eitt, tókst
okkur að spara saman 4000
dollara til Suðurhafsfararinn-
ar.