Úrval - 01.10.1945, Side 112
110
ÚRVAL
steinhissa, þegar það var ljós-
rautt. Hann tók hattinn af mér,
varð undrandi yfir gulu hárinu,
þuklaði það og skygndist niður
í hársvörðinn; svo togaði hann
harkalega í það. Hann sneri mér
í hring, beygoi höfuð mitt fram
og skoðaði á mér hnakkann.
Maðurinn minn, sem hafði
verið að snúa kvikmyndatöku-
vélinni eins og ósjálfrátt, gekk
nú miili mín og Nagapates,
kreisti fram bros og tók þétt
í hönd höfðingjans. Surtur var
sýnilega óvanur slíkum sið, því
að hann ylgdi sig og varð reiði-
legur.
Martin starði í augu villi-
mannakóngsins, en sagði við
mig ósköp blátt áfram: „Farðu
niður skógargötuna með fylgd-
armönnunum, Oso; ég kem á
eftir.“
En það var ekki auðvelt að
leika á Nagapate. Þegar égsneri
mér við, þreif hann í hönd mína
og þrýsti hana eins og Martin
hafði gert. Ég hélt að hann væri
að kveðjamig,oglétti svo mjög,
að ég hló og tók þétt í hönd
hans á móti. En þegar ég reyndi
að draga höndina til mín, herti
hann á takinu, og byrjaði að
klípa mig og kreista, líkt og í
tilraunaskjmi. Ég kæfði óp, sem
var að brjótast út, og leit skelfd
á Martin. Hann var náfölur í
frarnan og stirnað bros lék um
varir hans.
Allt í einu losnaði um kruml-
ur villimannahöfðingjans.Naga-
pate umlaði einhverja fyrir-
skipun og viliimennirnir hurfu
inn í skóginn. Við höfðum, að
því er virtist, náð yfirhöndinni.
Martin skipaði fylgdarmönnun-
um að setja kvikmyndatækin á
herðar sér. Svo hlupum við eins
og fætur toguðu til skógargöt-
unnar — en vorum enn króuð
inni. Þetta var eins og þegar
köttur leikur sér að rnús.
Martin kaílaði til mín og bað
mig að muna eftir skammbyss-
unni, en ég varð alveg mátt-
vana, og fann aðeins óljóst, líkt
og í martröð, að ég var dregin
aftur á bakíáttinatilmannanna.
Ég rak upp hvert ópið af öðru.
Þá var mér allt í einu sieppt,
boo-boo trumburnar hættu að
glymja og villimennirnir ein-
blíndu út á flóann. Ég leit í
sömu átt og Nagapate og sá þá,
hvers kyns var. Brezkur varð-
bátur var að sigla inn flóann.
Martin reif sig lausan af
þeim, sem héldu honum og sneri
sér að Nagapate.
„Herskip! Herskip!" hróp-