Úrval - 01.10.1945, Side 116
114
TJRVAL
Þegar mynd þessi var sýnd í
Ameríku, vorum við kjörin með-
limir í Landkönnuðafélaginu;
og Carl Akeley, hinn kunni
náttúrufræðingur, myndhöggv-
ari og forstöðumaður Náttúru-
gripasafnsins, gaf okkur bend-
ingu, sem mótaði starf okkar
næstu árin.
,,Þér hafið ákaflega þýðing-
armikið starf með höndum,
Martin,“ sagði Akeley.
„Það er jafnvel þýðingar-
meira en starf mitt.“
Martin og ég störðum forviða
á Akeley.
Hann hélt áfram: ,,Ég hefi
gert það að ævistarfi mínu, að
móta villidýrategundir, sem eru
að deyja út, í brons, og einnig
að safna náttúrugripum fyrir
safnið. Þér gerið það sama með
kvikmyndum, sem milljónir
manna um víða veröld geta
horft á.“
Eftir margar og langar við-
ræður við Akeley, skapaðist það
áform, að kvikmynda villt
dýr í heimahögum þeirra.
Hann taldi brezku austur-Afríku
heppilegasta staðinn.
I^FTIR að við höfðum verið
önnum kafin í marga mán-
uði við að afla okkur útbúnað-
ar, sigldum við til Mombasa,
hafnarborgarinnar í brezku
Austur-Afríku, þar sem varla er
líft sökum hita. Þaðan fluttum
við 85 farangurskassa með
járnbrautinni til Nairobi, en
þar hugðurnst við hafa aðal-
bækistöðvar. 1 Nairobi hittum
við Blaney Percival, sem hafði
verið veiðidýravörður þar um
slóðir í tvo áratugi, og þekkti
allar dýrategundir, venjur
þeirra og aðsetur. Hann taldi
ekki eftir sér að fræða okkur.
Hann sagði okkur frá ókort-
lögðu stöðuvatni, þar sem hann
taldi vera mjög mikið dýralíf,
því að það var mjög afskekkt.
Martin var utan við sig af
hugaræsingu. „Maður lifandi,“
kallaði hann, „við leggjum
strax af stað! Hvers vegna
ætturn við að vera að eyða
tímanum í annað?“
Blaney brosti. „Ef þú ert for-
sjáll, kunningi," sagði hann,
,,þá ferðu í reynsluferðir fyrst.
Mikill undirbúningur er nauð-
synlegur. Vatnið er á ókort-
lögðu svæði, nálægt landamær-
um Abyssiniu, ef til vill um 500
mílur í burtu, og ferðalagið
verður hættulegt. Það er ekki
heppilegt fyrir konu að taka