Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 121
ÆVINTÝRABRÚÐURIN
119
þótti líka heimurinn, sem við
lifðum í, vera skrítin.
OTUÐNINGUR Eastmans varð
^ þess valdandi, að við feng-
um aðra góða stuðningsmenn,
og í aprílmánuði 1924, þegar við
litum aftur dásamlega fegurð
Paradísarvatnsins var leiðang-
ur okkar eins vel búinn og bezt
varð á kosið. Við höfðum sex
bifreiðar, fjóra vörubíla, fimm
vagna og 235 svertingja —
okkur blöskraði hvað birgðir
okkar vor miklar. Á hinni 500
mílna löngu leið frá Nairobi,
höfðu bílarnir og vagnarnir
orðið fastir í aur og leðju hvað
eftir annað. Sveitt og þreytt
urðum við að seiglast áfram fet
fyrir fet.
Tveim stundum eftir komu
okkar á áfangastað, byrjaði
regntíminn, sem við höfðum
kviðið fyrir. Aldrei hefði mér
dottið í hug, að slík hellirigning
gæti átt sér stað. Tjöldin láku,
og svertingjarnir, sem ekkert
skýli höfðu, báru sig eymdar-
lega. Þrátt fyrir regnið, fórum
við strax að reisa hús og bygg-
ingar, meðalannarsrannsóknar-
stofu og framköllunarherbergi
handa Martin. Við byggðum
húsin úr viðarbolum, þéttum
veggina með Ieir og mykju, en
þökin voru klædd þurru grasi.
Síðan reistum við gestahús
og kofa handa svertingjunum.
Byggingar okkar, garðar, bif-
reiðar, uxakerrur, kjúklingar,
kýr og kameldýr var umlukt 13
feta hárri girðingu og þyrni-
runnum. Þeta var myndarlegt
þorp.
Ég sáði í garðinn og fékk.
góða uppskeru af ertum, baun-
um, korni, kartöflum og melón-
um. En mesta ánægju hafði ég
af villtu ávöxtunum, sem ég
fann í skóginum: aspargus,
spínati, berjum, kaffi, sveppum
og brúnu hunangi, sem var
hreinasta sælgæti. Og allt þetta
í myrkviðum Afríku!
Meðan við dvöldum við Para-
dísarvatnið, var tímareikningur
okkar bundinn við veðurfarið,
enda var starf okkar háð því.
Þegar votviðrasamt var, og
vatnspollar mynduðust á slétt-
unni og eyðimörkinni, héldum
við þangað tilþessaðkvikmynda
gazellur, antílópur, gíraffa,
zebradýr og villigelti. í þurra
veðri lögðum við leið okkar til
vatnsbólanna og um skóginn, og
kvikmynduðum vísunda, nas-
hyrninga og fíla.
Boculy, svarti leiðsögumaður-