Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 125
ÆVINTÝRABRTJÐURIN
123
Þegar við námum staðar, leit
Ijónið upp undrandi og gramt
yfir því, að við svikum það um
unað eltingaleiksins. Það glefs-
aði í einn hjólbarðann og fitjaði
upp á trýnið yfir bragðinu; því
næst hélt það áfram að glefsa
og sleikja hjólbarðan, eins og
hvolpur, sem er að leika sér að
gúmmíknetti. Hin ljónin færðu
sig nær og horfðu á.
Maðurinn minn varð kvíða-
fullur á svipinn. „Það væri
ekki gott, ef slanga springi
núna,“ sagði hann með gætni.
„Hvellurinn gæti líka gert Ijón-
ið snarvitlaust."
Ég lét vélina ganga með full-
um hraða, til þess að draga at-
hygli ljónsins frá hjólbarðan-
um. Það rauk mikið aftur und-
an bílnum, og þegar ljónið fór
að þefa að reyknum, notaði ég
tækifærið, ók af stað og þaut
með ofsahraða yfir sléttuna.
Til þess að kvikmynd okkar
af lifnaðarháttum ljónsins yrði
fullkomin, ákváðum við að taka
einnig myndir að næturlagi.
Við komum fyrir kastljósum á
sex feta háum staurum og
festum sjálfvirkar kvikmynda-
tökuvélar á palla, rétt fyrir
framan kastljósin. Myndavélun-
unum stjórnuðum við með því
að leiða langa vírþræði frá
þeim.
En við urðum líka að gera
annað, sem okkur líkaði ekki
vel: Við urðum að skjóta zebra-
dýr, til þess að hafa það fyrir
agn. Við fengum alltaf sam-
vizkubit þegar við drápum þessi
lífsglöðu og f jörugu dýr, og það
varð til þess, að við völdum þau
úr, sem voru gömul eða hölt.
Við létum bráðina vera um 15
fet frá kvikmyndavélunum, en
sjálf sátum við í bifreiðinni
nokkurn spöl í burtu og biðum
þess, að við gætum „hleypt af.“
Hýenur runnu venjulega fyrst
á bráðina. Stundum fældum við
þær burt með grjótkasti, en ef
þær komu í hópum, vorum við
neydd til að skjóta.
Eitt sinn, þegar við biðum
þannig í svarta myrkri, heyrð-
um við smjatt og kjams og síð-
an urr, sem líktist mali í ketti.
Martin kveikti á rafmagns-
blysinu sínu, og þarna rétt fyrir
framan okkur, stóð ljón, sem
áreiðanlega var konungur allra
ljóna í Taganykkahéraði. Ljón-
ið lyfti hægt hinu mikla höfði
sínu og horfði ólundarlega í
ljósið. Blóðug kjöttætla lafði
niður úr hvofti þess, en jafnvel