Úrval - 01.10.1945, Side 126

Úrval - 01.10.1945, Side 126
124 ■ORVAL það gat ekki dregið úr tignar- svip þess. Maðurinn minn fór að búa sig undir að kveikja á ljósköst- urunum og setja kvikmynda- tökuvélarnar af stað. Ljónið sleppti kjöttætlunni, öskraði og tók aftur til matar síns. Önn- ur ljón bar líka að, öll glæsileg og mikilfengleg. „Ó, þetta er stórkostlegt!“, hvíslaði Martin. Hann þrýsti á hnapp. Ekkert skeði. Hann þrýsti aftur á hnappinn. Ekk- ert Ijós kviknaði. Hann sleit vírana frá hnöppunum og lét þá snertast, en það var einnig ár- angurslaust. „Það er víst ekki annað að gera en að fara út og laga þetta,“ sagði hann. Hann var kominn út úr bílnum, áður en ég vissi af. Ég greip í kraga hans. „Þú ert brjálaður," sagði ég, kjökrandi. „Réttu mér byssuna með stutta hlaupinu,“ sagði hann, og meira fékk ég ekki út úr honum. Ég fældi ljónin frá bráðinni, með því að beina bílljósimum að þeim, þeyta hornið og æpa. Ljónin hörfuðu um 20 metra, og eftir nokkrar mínútur, sem mér fundust vera eins og eilífð, hafði maðurinn minn lagfært þræðina og kom aftur upp í bílinn. Ég var alveg örmagna, og enda þótt Martin tæki strax til við verk sitt, sá ég að hann titraði dálítið. Þegar konungur dýranna hafði étið nægju sína, fór hann að athuga myn davélarnar. Hann glefsaði í eina í tilrauna- skyni. „Láttu myndavélina vera,“ hrópaði Martin, alveg viðutan. Ljónið leit kæruleysislega til okkar og fór svo að naga pall- inn, sem kvikmyndatökuvélin stóð á. Loks datt alltsaman niður. Martin fór enn út úr bifreið- inni og tók að kasta grjóti í ljónin. Ungt ljón bættist nú í hópinn og fór að naga vírþræð- ina, unz það hafði losað marga þeirra. Við héldum áfram að kasta grjóti, æpa og skjóta upp í loft- ið, en ljónin voru ekki ánægð fyrr en þau höfðu slitið alla þræðina og fellt niður rafgeym- inn, kvikmyndatökuvélina og staurinn. Þá reigsuðu þau í burtu og veifuðu hreykin róf- unni. Kvikmyndatöku okkar þessa nóttina var lokið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.