Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 126
124
■ORVAL
það gat ekki dregið úr tignar-
svip þess.
Maðurinn minn fór að búa
sig undir að kveikja á ljósköst-
urunum og setja kvikmynda-
tökuvélarnar af stað. Ljónið
sleppti kjöttætlunni, öskraði
og tók aftur til matar síns. Önn-
ur ljón bar líka að, öll glæsileg
og mikilfengleg.
„Ó, þetta er stórkostlegt!“,
hvíslaði Martin. Hann þrýsti á
hnapp. Ekkert skeði. Hann
þrýsti aftur á hnappinn. Ekk-
ert Ijós kviknaði. Hann sleit
vírana frá hnöppunum og lét þá
snertast, en það var einnig ár-
angurslaust.
„Það er víst ekki annað að
gera en að fara út og laga
þetta,“ sagði hann. Hann var
kominn út úr bílnum, áður en ég
vissi af. Ég greip í kraga hans.
„Þú ert brjálaður," sagði ég,
kjökrandi.
„Réttu mér byssuna með
stutta hlaupinu,“ sagði hann,
og meira fékk ég ekki út úr
honum.
Ég fældi ljónin frá bráðinni,
með því að beina bílljósimum að
þeim, þeyta hornið og æpa.
Ljónin hörfuðu um 20 metra, og
eftir nokkrar mínútur, sem mér
fundust vera eins og eilífð,
hafði maðurinn minn lagfært
þræðina og kom aftur upp í
bílinn.
Ég var alveg örmagna, og
enda þótt Martin tæki strax til
við verk sitt, sá ég að hann
titraði dálítið.
Þegar konungur dýranna
hafði étið nægju sína, fór hann
að athuga myn davélarnar.
Hann glefsaði í eina í tilrauna-
skyni.
„Láttu myndavélina vera,“
hrópaði Martin, alveg viðutan.
Ljónið leit kæruleysislega til
okkar og fór svo að naga pall-
inn, sem kvikmyndatökuvélin
stóð á. Loks datt alltsaman
niður.
Martin fór enn út úr bifreið-
inni og tók að kasta grjóti í
ljónin. Ungt ljón bættist nú í
hópinn og fór að naga vírþræð-
ina, unz það hafði losað marga
þeirra.
Við héldum áfram að kasta
grjóti, æpa og skjóta upp í loft-
ið, en ljónin voru ekki ánægð
fyrr en þau höfðu slitið alla
þræðina og fellt niður rafgeym-
inn, kvikmyndatökuvélina og
staurinn. Þá reigsuðu þau í
burtu og veifuðu hreykin róf-
unni. Kvikmyndatöku okkar
þessa nóttina var lokið.