Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 128
126
TjRVAL
ljónin. Árið 1929 fórum við til
belgíska Kongo, lands dverga
og gorillaapa, dvöldum þar
nokkra mánuði og tókum vel-
heppnaðar kvikmyndir af dverg-
um og öpum, og höfðum auk
þess með okkur heim tvo lif-
andi gorillaapa.
Árið 1932 lærðum við bæði að
fljúga og flugum í tveim falleg-
um Sikorsky sjóflugvélum 60
þúsund mílna vegalengd yfir
frumskóga Afríku, sem betur
fór án þess að okkur hlekktist
á. Við vorum alltaf jafn undr-
andi yfir því, hve flugvélarnar
gerðu okkur frjálst um vik.
Fjöll, frumskógar og sléttur
breiddust út fyrir neðan okkur.
Við sáum stórar hjarðir af fíl-
um, hvítum hegrum, gíröffum
og sléttudýrum, og gátum kvik-
myndað allt tafarlaust. Við
gátum lent á stöðum, sem ill-
mögulegt var að komast til
landleiðina, þar semhvítirmenn
höfðu aldrei stigið fæti. Og við
gátum náð til sérkennilegra
svertingjakynþátta, sem bjuggu
langt inni í landi.
Við fórum í annan leiðangur
til Borneo, en notuðum þá að-
eins aðra flugvélina. Við voru
14 mánuði í þessu landi fljóta,
frumskóga og villimanna, sem
hafa þann sið, að sækjast eftir
höfðum óvina sinna. Þegar
gagnrýnendur töldu kvikmynd-
ina, sem við tókum í þessari
ferð, þá beztu, sem Martin hafði.
gert, varð hann verulega sæll og
ánægður. Það var langt síðan.
könnuðurinn Martin Johnson
var búinn að fá nægju sína;
listamaðurinn Martin Johnson
varð ekki ánægður fyrr en nú.
„Heyrðu,“ sagði hann, þegar
við voru að hefja fyrirlestra-
ferðina, sem áti að færa okkur
87 þúsund dollara í aðra hönd,
„ég held að við séum hamingju-
sömustu verurnar á jörðinni.“
í Saltvatnsborg héldum við
fyrirlestra og sýndum Borneo-
kvikmyndina í Mormónamuster-
inu að viðstöddum 9000 börnum.
Þau voru indælir áhorfendur,
og þegar ljósin voru kveikt,
stóðu þau upp og klöppuðu.
Maðurinn min tók í hönd mína,
leiddi mig fram á mitt sviðið
og þar hneigðum við okkur
bæði. Hann var innilega glaður.
„Þetta er tóm vitleysa,“ sagði
hann, „að maður geti ekki étið
kökuna sína og átt hana samt.
Það er einmitt það, sem við
höfum gert. Okkur þótti gaman
að fara til Afríku og Borneo,
og þegar við komum heim og