Úrval - 01.10.1945, Síða 131
Fráskilið fólk
giftist oft aftur.
Þa3 eru meiri likur fyrir því
að fráskilið fólk gfiftist aftur
heldur en ekkjur og ekklar á
sama reki. Þetta fólk hefir áður
verið gift og veitist því auðveld-
ara að finna sér maka að nýju
heldur en ógiftu fólki.
Það eru tvöfalt meiri líkur
fyrir því að fráskilin kona,
30 ára gömul, giftist, heldur en
ógift kona, jafn gömul. Miðað
við hverjar 100 konur á þeim
aldri giftast 94 fráskildar, 00
ekkjur en aðeins 48 piparmeyj-
ar, samkvæmt útreikningum
vátryggingarfélags eins í Banda-
ríkjunum.
Þrítugir karlmenn giftast
álíka oft þegar fyrri kona þeirra
hefir dáið ellegar þau hafa slitið
hjónabandinu. Af hverju hundr-
aði giftast þá 96 hinna fráskildu
en 92 ekkjumenn. En hafi þeir
aldrei gifst áður munu aðeins
67 nokkru sinni komast í hjóna-
sængina.
Líkurnar fyi’ir þvi að menn
giftist minnlca að sjálfsögðu
með aldrinum, en þær eru álíka
miklar fyrir 45 ára gamlan
fráskilinn mann, fertugan ekkju-
mann og þrítugan piparsvein.
Tveir af hverjum þremum munu
giftast. Hjá kvenþjóðinni ei’U
líkurnar einn á mót tveimur
fyrir þrttugar piparmeyjar, 33
ára ekkju og 45 ára fráskilda
konu.
Hvort heldur fólk er fráskilið,
hefir misst maka sinn ellegar
er ógift, eru meiri líkur fyrir
því að karlmaður giftist heldur
en kvenmaður jafn gamall. Mis-
munurinn er þó ekki eins mikill
og margur ætlar, því að það er
engu fátíðara að 32 ára pipar-
meyjar giftist heldur en 36 ára
piparsveinar, og 35 ára fráskild-
ar konur heldur en fertugir frá-
skildir karlar. En líkurnar fyrir
giftingu falla örar með aldrin-
lun hjá konum heldur en körl-
um.
Mismunurinn á líkunum fyrir
giftingu hjá kynjunum er
minnstur meðal fráskilins fólks
en mestur meðal ekkjufólks,
samkvæmt rannsókn sem gerð
var í Bandai’ikjunum árið 1940.
— Science Digest.
Skýringar á orðuin á öftusta kápusíðu:
1. — a 8. — a 15. — c 22. —
2, — c 9. — b 16. — a 23. —
3. — b 10. — c 17. — b 24. —
4. — a 11. — a 18. — c 25. —
5. — a 12. — b 19. — a 26. —
6. — b 13. — c 20. — c 27. —
7. — c. 14. — a 21. — a