Úrval - 01.08.1953, Page 111

Úrval - 01.08.1953, Page 111
EKKJULEIKUR 109 framan stólinn. Geislar morg- unsólarinnar flóðu um herberg- ið og Georg stóð hálfboginn yf- ir henni og stökkti vatni á enni hennar. Hann hjálpaði henni upp á stólinn og neyddi hana til að dreypa á konjaki. Hún hlýtur að hafa fengið vott af heila- hristingi þegar hún féll af stóln- um, því langa stund á eftir mundi hún ekkert af því sem gerzt hafði um nóttina. Georg var enn að stumra yfir henni þegar hann heyrði hljóð frá rúminu. Lilla hafði vaknað og sat nú uppi í rúminu og teygði úr sér. Öll spor veikinnar voru horfin af andliti hennar, og augun ljómuðu. — ,,Ó, Georg“, hrópaði hún, „mikið er dásam- legt að vera kominn heim aft- ur!“ „Heim aftur?“ át Georg upp eftir henni forviða. „Já,“ sagði hún og bætti við orðum sem rugluðu hann enn meira: „Þakka þér fyrir að þú hefur loksins höggvið niður þetta bölvað tré!“ Georg leit skilningsvana út um gluggann þar sem ekki hafði verið neitt tré í fimm ár. — Getur eitt óráðshjal gengið aft- ur í öðru óráði? hugsaði hann, en skildi ekki fyrst í stað hvers- vegna hálfgerður ónotahrollur fór um hann. Þá áttaði hann sig allt í einu á því að það hafði alls ekki verið Lilla heldur fyrri kona hans, dáin og grafin fyrir mörgum árum, sem hafði verið hrædd við tréð. Ósjálfrátt steig hann nokkur skref aftur á bak meðan hann virti fyrir sér ungu konuna í rúminu. — Var það rétt að það væri komið annað blik í augu hennar, eitthvað í senn fram- andi og gamalkunnugt — eitt- hvað sem minnti hann á Lilju, einkennilega breytta eins og hún hafði orðið síðasta sólar- hringinn áður en hún dó? Og tilfinning sem hann gat ekki sjálfur ráðið við þvingaði hann til að spyrja: „Lilla, hver ert þú eiginlega?“ Hún sendi honum hlýlegt, blítt bros — bros sem hann þekkti aftur, þó að hann hefði löngu verið búinn að gleyma því. Það var síðasta bros Lilju áður en hún dó. Og hún sagði: „Það veiztu vel. Ég er hún Marta þín.“ Lilla, Lilja, Marta? — Hann vissi ekki hvað hann átti að halda. En á næsta andartaki hjaðnaði hinn ókennilegi hroll- ur fyrir heitum, gjöfulum koss- um hennar. Stína læddist hljóð- lega út úr herberginu. „Og hér“, sagði prestur og stundi þungan, „ætti sagan að hafa endað. Loksins virtist Marta hafa höndlað þá ham- ingju sem hún hafði orðið að gjalda svo dýru verði, miklu dýrar en hún raunar hefði þurft. Og Lilja, sem nú stóð í myrkr- inu fyrir utan — hún hafði feng- ið allt sem hún hafði óskað sér í lífinu, og fimm sælurík ár í of- análag. En eins og þér vitið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.