Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Fótbolti
Skallagrímsvöllur / Föstud. kl. 08:00,
laugard. kl. 08:00 og sunnud. kl.08:00.
Frjálsíþróttir
Skallagrímsvöllur / Föstud. kl. 13:30,
laugard. kl. 12:30 og sunnud. kl:12:30.
Glíma
Skallagrímsgarður / Sunnud. kl. 13:00.
Golf
Golfvöllur Hamars / Fimmtud. kl. 08:00,
föstud. kl. 07:45.
Hestaíþróttir
Hestasvæði Skugga / Föstud. kl. 10:00
og laugard. kl. 10:00.
Körfubolti
Íþróttahús / Fimmtud. kl. 12:00, föstud.
kl. 08:00, laugard. kl. 08:00 og sunnud.
kl. 08:00.
Mótocross
Mótocross-svæði Akranesi / Laugard.
kl. 11:00.
Ólympískar lyftingar
Hjálmaklettur / Laugard. kl. 09:00.
Skák
Brákarhlíð / Laugard. kl. 16:00.
Stafsetning
Brákarhlíð / Laugard. kl. 10:30.
Sund
Sundlaug / Laugard. kl. 09:00 og
sunnud. kl. 09:00.
Upplestur
Brákarhlíð / Laugard. kl. 13:00.
Fjallahjólreiðar
Hvanneyri / Föstud. kl. 10:00.
Skotfimi
Brákarey / Laugard. kl. 10:00.
Hressandi götufótbolti frá Danmörku
Götufótbolti er skemmtilegur leikur sem spilaður er á litlum afmörkuðum
velli. Leikurinn gengur út á leikni og trix með bolta þar sem einstaklingar
reyna að koma bolta fram hjá andstæðingi í mark. Hægt er að leika leikinn
áfram, aftur á bak og til hliðar. Hver leikur er um 3 mínútur og sigrar sá sem
kemur boltanum oftast í markið.
Á Unglingalandsmótið í Borgarnesi koma þeir Peter Kristoffer Licht
og Omid Karbalaie Hosseinkani frá Danmörku og munu þeir sýna listir
í götufótbolta. Báðir koma þeir frá Copenhagen Panna House sem eru
samtök fyrir götufótbolta. Peter og Omid eru miklir meistarar og hafa þeir
tvisvar unnið EM (4:4) og HM ( 3:3 ) tvisvar.
Hægt verður að fylgjast með, fá kynningu og spreyta sig í götufótbolta
með þeim Peter og Omid bæði á laugardegi og sunnudegi mótshelgarinn-
ar, kl. 11:00–14:00 og kl. 15:00–17:00, báða dagana.
KEPPNI OG KEPPNISDAGSKRÁ
(Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar).