Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 58

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 58
58 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Framlag sjálfboðaliðans er ómetanlegt Sjálfboðaliðar og óeigingjarnt hugsjónastarf þeirra er mikilvægur liður í skipulagningu og rekstri landsmóta UMFÍ. Á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísa- firði voru um hundrað sjálfboðaliðar af báðum kynjum og allt frá barns- aldri og yfir miðjan aldur og sinntu þeir dómgæslu, mældu lengdir, sinntu tímagæslu og skráðu niður allt sem þurfti á að halda fyrir gott mót. Bakgrunnur sjálfboðaliða var ýmis konar og aðeins 3–4 voru íþróttafræði- menntaðir. Margir sjálfboðaliða vinna á leik- eða grunnskólum í Ísafjarðar- bæ. Það er sérgreinastjóra á landsmótum að halda utan um sjálfboðaliða í sinni grein og skipuleggja starf þeirra. Sjálfboðaliðarnir vinna mislengi. Sumir unnu alla landsmótshelgina en aðrir skemur. K aritas segir það hafa verið tilvilj- un, hún hafi hitt Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmda- stjóra HSV á Ísafirði, í verslun og hún spurt sig hvort það væri ekki rétt mun- að að hún væri íþróttafræðingur. „Það var rétt munað hjá henni og þá spurði hún hvort ég væri til í að hjálpa til á Landsmót- inu og taka að mér dómgæslu. Ég tók vel í það enda hjálpaði það mér að rifja upp námið og reglurnar úr skólanum,“ segir Karitas, sem er deildarstjóri á leikskóla í Bolungarvík og kennir þar börnum íþróttir. Karitas segir sjálfboðaliðastarf hafa verið lið í íþróttafræðináminu og hafi hún verið sem slíkur á grunnskólamóti árið 2009. Hún hafði ekki áður verið sjálfboðaliði á móti UMFÍ. Karitas segist ólíklegt að hún hefði gerst sjálfboðaliði, hvað þá tekið að sér dómgæslu, nema af því að hún hafi haft reynsluna. „Ég efast um að ég hefði sagt já nema af því að ég hafði reynslu,“ segir hún og bendir á að sjálfboðaliðar verði að halda sér við, líði of langur tími á milli sjálfboða- liðastarfa sé hætt við að þekkingin sem þeir afli sér tapist. Karítas segir fleiri kosti við sjálfboðaliða- starf á móti í líkingu við Landsmót UMFÍ 50+ en galla. „Það var gaman að sjá og hitta þessar gömlu kempur sem voru á mótinu og sækja í reynslubanka þeirra. Þegar við sjálfboðaliðarnir vorum sem dæmi að að velta fyrir okkur hvernig ætti að mæla í langstökki tók einn þátttakandi í 80+ flokknum til sinna ráða. Hann reynd- ist vera með landsdómararéttindi og var okkur innan handar,“ segir hún. Karítas segir helsta gallann við keppni í frjálsum sem hún dæmdi í þá að umferð- irnar hafi verið of margar. Það hafi teygt keppnina á langinn. Í stað fjögurra um- ferða hefðu þrjár dugað. Bakgrunnur sjálfboðaliðans Karitas hefur spilað knattspyrnu frá barnsaldri. Hún gekk til liðs við Keflavík árið 2007 og spilaði í sex ár með liðinu í meistaraflokki en frá árinu 2013 með BÍ/Bol- ungarvík og hefur verið valin leikmaður liðsins. Af hverju varð Karitas sjálfboðaliði? Knattspyrnukonan og Bolvíkingurinn Karítas Sigurlaug Ingimarsdóttir var ein þeirra sjálfboðaliða sem voru að störfum alla landsmótshelgina á Ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.