Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 51

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 51
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 51 Tækni hefur rutt sér til rúms í íþróttum og eru tækninýjungar hvers konar orðnar nauðsynlegur hluti af daglegu lífi fólks, enda nýtast þær til heilsueflingar. Sævar benti á að margir hafi tileinkað sér svokallaða klæðanlega tækni. Hluti af þeim flokki er snjallúr og ýmsir heilsumælar, sem auk þess að geta sýnt hvað tímanum líður halda utan um ýmsar heilsu- tengdar upplýsingar notanda, svo sem hreyfingu, svefntíma og mataræði. Einhver gerir eitthvað spennandi Fjalar Sigurðarson er reynslubolti í fjölmiðlun. Hann var einn stjórnenda spjallþáttarins Dagsljóss í Ríkissjónvarp- inu fyrir aldamót og hefur unnið sem fjölmiðlaráðgjafi og sér- fræðingur í almannatengslum. Fjalar sagði í erindi sínu hægt að tala hátt og mikið. Árangurinn af því getur látið á sér standa enda hróp í eyðimörkinni tilgangslaus. Mun betra sé að móta boðskiptin og stefnu þeirra, s.s. ákveðið mál þarf að vera í brennidepli, við hvern eigi að tala og hvers vegna. Síðast en ekki síst skiptir máli fyrir þann sem vill koma máli sínu á framfæri að hann nái til markhópsins sem hann vill tala við. Fjalar kom auk þess með margar gagnlegar ábendingar fyrir UMFÍ sem getur bætt sýnileika ungmennafélagshreyf- ingarinnar og hjálpað henni að ná eyrum og augum fólks. Grasrótarstarf er lykillinn að framtíð UMFÍ Vinna við stefnumótun UMFÍ hefur staðið yfir síðastliðið ár og er stutt í að henni ljúki. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, hefur leitt vinnu við stefnumótunina í samstarfi við stýrihóp, sambandsaðila og starfsfólk. Auður Inga lagði sérstaka áherslu á að grasrótarstarf UMFÍ sé lykillinn að árangri í framtíðinni og því þurfi að styrkja það til muna. Í stefnumótunarvinnunni er rammað inn að UMFÍ eigi að efla þátttöku fólks á öll- um aldri í íþróttum. Það er gert með bættri þjónustu við sambandsaðila og aðildar- félög, koma eigi á skipulögðum heimsóknum og bæta þjónustuna við grasrótina. Samvinna og samskipti eru lykilhugtök í stefnumótun UMFÍ. Í samræmi við það eigi UMFÍ að hafa frumkvæði að aukinni samvinnu og samskiptum við íþróttahreyf- inguna og samtök í æskulýðs- og lýðheilsustarfi, koma eigi á aukinni samvinnu við háskólasamfélagið og stjórnvöld, efla tengslanetið við sambandsaðila UMFÍ og kalla eftir markvissari samvinnu við erlendu systurfélögin DGI og ISCA. Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem Auður Inga kynnti er leitast við að UMFÍ verði leiðandi afl í þjóðfélaginu og vaxandi fjöldahreyfing sem leggur áherslu á að skipta máli fyrir einstakl- inga og samfélag. Með það fyrir aug- um verður lögð sér- stök áhersla á að ná til allra hópa samfélagsins, ung- menna, eldri borgara og ekki síst jaðarhópa með fræðslu og forvarnir að leiðar- ljósi. Netleikjamót orðin risastór og vöxturinn gríðarlegur Talsverðar breytingar hafa orðið á íþróttaiðkun fólks, að sögn Sævars Kristinssonar hjá KPMG. Ýmsar íþróttir sem áður voru á jaðrinum, svo sem snjóbretta- og hjólabrettaiðkun, eru nú hluti af almennum íþróttum. Mótin þar sem keppt er í þessum greinum eru orðin stór og afar vel sótt víða um heim. Framtíðarfræði eru sérsvið Sævars. Hann lagði áherslu á að þótt þar sé fjallað um ýmis- legt, sem hljómi undarlega í dag, þurfi það ekki allt að rætast. Hlutverk framtíðar- fræða sé miklu frekar að rýna í strauma og stefnur og bæta ákvarðanatöku í nútíð til að vera búinn undir framtíðina. Dæmi um jaðaríþrótt, sem hefur verið að ryðja sér til rúms, er netleikir. Sævar sagði marga keppa í netleikjum, mótin væru orðin stór og vöxtur- inn gríðarlegur. Hann benti á að árið 2014 hafi 32 milljónir manna fylgst með úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í tölvuleiknum Counter Strike. Þá hafi 101.000 manns mætt á lokamót League of Legends í Dallas Sævar fór líka inn á ansi fjarlægar brautir í vangaveltum sínum, benti meðal annars á að framfarir í erfðafræði og líftækni gefi til kynna að nota megi genabreytandi lyf til að hraða bata eftir meiðsli og bæta frammistöðu íþróttafólks til muna. Verði það raunin muni íþróttafólk geta átt við gena- samsetningu sína til að bæta frammistöðu í íþróttum. Íþróttir í dag eru orðnar tæknivæddar Sævar Kristinsson, sérfræðingur hjá KPMG. 2008 2013 2018 M ín út ur 18 23 28 í Bandaríkjunum árið 2015. Netleikir eiga enn mikið inni og tímaspursmál hvenær þeir verði hluti af almennri íþróttaiðkun, að mati Sævars. Hann fór yfir lýðheilsu og sagði að fólk legði áherslu á næringu og matar- æði, hreyfingu, útivist, líðan og geðrækt. Þá skiptu lífsgæði fólks mun meira máli en áður. Meðaltími á dag í tölvu- leikjaspilun per mann í Bandaríkjunum. (Áætlað 2018). Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Auður Inga Þorsteinsdótti, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.