Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Þ að eru liðin tíu ár síðan ég tók þátt í mínu síðasta Unglingalandsmóti. Ég verð að viðurkenna, að ég hef átt dálítið erfitt með að kyngja því hvað langur tími er síðan þetta var. En tím- inn hefur hreinlega flogið áfram. Þar sem þetta langur tími er liðinn síðan ég keppti á síðasta móti – án þess að ég hafi tekið neitt sérstaklega eftir því – þá er við hæfi að bera saman Unglingalands- mótið þá og nú. Mótin hafa tekið vaxtar- kipp á ekki lengri tíma en áratug. Unglinga- landsmótin eru ekki lengur litlu saklausu mótin eins og á árum áður. Nú eru þátt- takendur næstum tvö þúsund og móts- gestir vel á annan tug þúsunda! Ástæðan fyrir þessari sprengingu er meðal annars sú að keppnisgreinum hefur fjölgað og því fleiri sem taka þátt í mótinu. Af þessari ástæðu velti ég því fyrir hvort Unglingalandsmótið er ennþá mót. Gaman að keppa í íþróttum Það má alveg færa rök fyrir því að þótt þetta sé orðinn það stór viðburður eins og raunin er, þá megi alveg kalla þetta íþróttamót í stað hátíðar. Leiðarljós þeirra sem fara á mótið á hverju ári er nefnilega að hafa gaman af því að keppa í íþróttum. Auðvitað koma margir á Unglingalands- mót með það fyrir augum að sigra í sinni grein. Flestir – þar á meðal gerði ég það – taka þátt í mótinu til að hitta önnur ung- menni á sínum aldri, eignast nýja vini og hafa gaman af bæði íþróttum og afþrey- ingunni sem í boði er á mótinu á heilbrigð- an hátt. Keppt í tölvuleikjum Eins og ég kom að áður er Unglingalands- mótið farið að laða að sér ungmenni og þátttakendur sem fram til þessa hafa ekki keppt á mótum – jafnvel ekki tekið nema að litlu leyti þátt í íþróttum. Á síðasta Unglingalandsmóti á Akureyri kepptu krakkar í tölvuleiknum FIFA og er það dæmi um nýbreytni sem gekk upp og tókst vel. Íþróttakeppni snýst nefnilega um það að vera með, taka þátt. Það er einmitt vegna þessarar þróunar sem ég tel Unglingalandsmót UMFÍ vera að mjakast frá því að vera íþróttamót í að verða að íþróttahátíð þar sem þátttakend- ur reyna sig í alls konar íþróttum, þar sem heilbrigði er gert hátt undir höfði og lýð- heilsan er í fyrirrúmi. Keppt í mörgum greinum Ég mun mæta á Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Í raun get ég ekki beðið eftir því að sjá ungmennin etja kappi í alls kyns greinum, ekki bara einni heldur tveimur, þremur og jafnvel fjórum, hlaupandi á milli mótsstaða með stressaða foreldra á eftir sér, sligaða af íþróttadótinu – stund- um eru báðir foreldrarnir með eða annað ef systkini keppa og þau hafa þurft að skipta liði. Þetta er kannski erfitt yfir dag- Unglingalandsmót UMFÍ: Er það íþróttamót eða íþróttahátíð? inn. En um kvöldið, þegar allir hafa keppt og fengið verðlaun, farið í sund og sturtu er farið á kvöldskemmtun og dansað fram eftir kvöldi. Þá hverfur stressið og þreytan á braut. Fyrir mér verður Unglingalandsmót UMFÍ alltaf það skemmtilegasta. Þar er fjörið og mesta skemmtunin. Sjáumst hress í Borgarnesi! Björn Grétar Baldursson, stjórnarmaður UMFÍ Leiðari Skinfaxa:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.