Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 43
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 43 Sveitarstjórn Dalabyggðar vinnur að sölu á Laugum í Sæl- ingsdal og er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun sveitar- félagsins fyrir árin 2016–2019. Söluandvirðið á að renna til uppbyggingar íþróttamannvirkja við Auðarskóla í Búðardal. Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður Ungmenna- og tómstundabúðanna að Laugum, segist hafa áhyggjur enda hætt við að starfseminni verði hætt. „Gangi salan eftir er hætt við að börnin fái færri tækifæri en nú til að bæta sig og þroskast,“ segir hún. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir að stefnt hafi verið að sölunni um árabil. Undirbúningurinn hefur staðið í nokkur ár eða allt frá því Dalabyggð keypti húseignir að Laugum af ríkinu árið 2013. Meðal annars er verið að gera deiliskipulag fyrir svæðið og er það langt komið. Samkvæmt deiliskipu- laginu er gert ráð fyrir möguleikum á að stækka hótelið og fjölga herbergjum. Laugar hafa enn ekki verið auglýstar en það verður vænt- anlega gert á næstu mánuðum. Ástæðuna fyrir sölunni segir Sveinn þá að á Laugum er íþróttaaðstaða grunnskólabarna í Búðar- dal og sé hún of langt í burtu frá grunn- skólanum auk þess sem tekjur sveitar- félagsins af rekstri Lauga duga ekki fyrir viðhaldskostnaði fasteigna. UMFÍ er með leigusamning við Dala- byggð um rekstur Ungmenna- og tóm- stundabúðanna að Laugum til ársins 2019. Sveinn segir samninginn hagstæð- an fyrir UMFÍ enda hafi þeir fyrir þann tíma verið gerðir til eins árs. Ekki stendur til að rifta samningum við UMFÍ. Sveinn segir enn nokkuð í að Laugar í Sælingsdal verði seldar og áhyggjur af því að Ungmennabúðirnar hætti óþarfar. „Við höfum bæði reiknað með því að þetta muni taka tíma auk þess sem við ætlum ekki að selja hverjum sem er,“ segir hann. „Það er mikill vilji til að halda starfsemi Ungmennabúðanna áfram enda er starfsemin mikilvæg og Dala- mönnum þykir vænt um hana. Gangi sala eftir vonum við að eina breytingin varðandi ungmennabúiðrnar verði sú að UMFÍ þurfi að vinna með öðrum leigu- sala en okkur,“ segir hann. Sveinn vill ekkert segja til um hvaða verðs sveitarstjórnin horfi til. „Við feng- um tvö tilboð fyrir 2–3 árum í Laugar. Annað þeirra var upp á 200 milljónir króna. Því var hafnað.“ Ásókn í að vinna á Laugum Útlendingar sækjast eftir því að vinna í ungmenna- og tóm- stundabúðunum á Laugum í Sæl- ingsdal. Laus störf hafa ekki verið auglýst þar fyrir næsta vetur. Samt hafa sjö sótt um og réð Anna Margrét þrjá til starfa sem munu vinna með þeim fimm sem vinna þar alla jafna. Tveir umsækjenda unnu á Laugum í hitteðfyrra og störfuðu síðasta vetur á skíðahóteli í Austurríki. Þaðan vilja þau losna og koma aftur í Sælingsdal. Anna hefur ekki lent í öðru eins. „Ég hef oft eytt sumrinu í að leita að fólki og það hef- ur verið erfitt að fá fólk að sunnan til að koma vestur og vinna hér. Svona spyrst út á meðal fólks og nú eru flott- ir krakkar að sækja um hjá okkur, fólk menntað í ferðamálafræðum og tómstunda- og íþróttafræðum.“ Stefnt að sölu Lauga í Sælingsdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.