Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 49

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 49
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 49 Bente Wold segir stuttar vinnustofur gagnast þjálfurum í yngri flokkum. Hvatning þeirra, foreldra og jafnaldra getur stuðlað að því að börn æfi íþróttir lengur. Skipulagt íþróttastarf hefur jákvæð áhrif á börn og ungmenni. Mæl- ingar benda til að iðkunin bæti samhæfni og samvinnu krakkanna síðar meir á ævinni og auki lífsánægju þeirra. Til viðbótar eru vísbendingar um að skipulagt íþróttastarf og mikil hreyfing því tengdu geti dregið úr hættunni á ýms- um sjúkdómum iðkenda, svo sem æða- sjúkdómum. Þetta segir Bente Wold, pró- fessor við háskólann í Bergen í Noregi. Wold og fleiri hafa líka komist að því, í um- fangsmikilli rannsókn á íþróttastarfi barna og ungmenna, að þjálfarar geta skipt sköp- um sem fyrirmyndir eigi að takast að hvetja börn til íþróttaiðkunar. Hvatning og stuðningur foreldra og jafnaldra skiptir líka sköpum. Wold er sérfræðingur á sviði félagslegs ferlis í þróun heilbrigðis og lífstíls, jákvæðri sálfræði og frístunda- og tómstundastarfi ásamt líðan unglinga. Hún hélt erindi um rannsóknina í Háskóla Íslands í sumar. Vísbendingar eru um að rúmlega 20% barna í Evrópu eigi við offituvanda að etja. Búist er við að þeim eigi eftir að fjölga. Aukin hreyfing barna er talin geta nýst í glímunni við offituvandann. Vandamálið er hins vegar að halda börnum í íþróttum enda bendir margt til að þau hætti mörg eftir 15 ára aldur. Wold og þeir sérfræðingar sem komið hafa að rannsókn á skipulögðu íþrótta- starfi barna og ungmenna hafa sett saman vinnustofur fyrir þjálfara. Þar fá þeir kennslu í því að hvetja börnin til íþróttaiðkunar. Leitast er við að hafa vinnustofurnar stutt- ar og tvískiptar í þrjár klukkustundir í senn þar sem skerpt er á þjálfarastarfinu. Vinnu- stofurnar eru ódýr lausn, taka stuttan tíma en skila miklum árangri, að sögn Wold. Næsta skref í verkefninu er að virkja for- eldra svo að fleiri börn finni afþreyingu í íþróttum. Hvatning er gulls ígildi Verkefnið, sem Wold vinnur við, nefnist PAPA-verkefnið. Þetta er samevrópskt verkefni en markmið þess er að kort- leggja íþróttaiðkun barna og finna leiðir til að fjölga börn- um í íþróttum. Verkefnið hófst árið 2011 og stendur enn yfir. Að verkefninu koma um 60 sérfræðingar víða í Evrópu. Kastljósinu var beint að knattspyrnuæfingum 10–14 ára barna í Bretlandi, Noregi, Spáni, Frakklandi og Grikklandi og þjálfurum þeirra. Tekin hafa verið um 8.000 viðtöl við börnin og 1.159 þjálfarar hafa fengið sérstaka þjálfun í vinnustofum PAPA-sérfræðinga. Ástæðan fyrir því að knatt- spyrna varð fyrir valinu er sú að margir krakkar æfa fót- bolta og þurfa æfingarnar litla yfirbyggingu. Nánar um rannsóknina má lesa á: http://www.projectpapa.org/ Fjölga þarf börnum og ungmennum í skipulögðu íþrótta- starfi. Það skilar árangri síðar á ævinni, að mati Bente Wold. Nokkur atriði sem hafa komið fram í PAPA-verkefninu • Börn í Noregi byrja að æfa knatt- spyrnu um 6 ára aldur • Þau börn sem byrja ung að æfa halda því áfram. • Eftir 15 ára aldur hætta margir í íþróttum. • Mjög fáar stúlkur æfa fótbolta á Spáni. • Í Noregi eru þær 41% reglulegra iðkenda og 13,9% í Bretlandi. Hlut- fallið er lægra í öðrum löndum sem eru til skoðunar í PAPA-verkefninu. • Í Noregi taka foreldrar stundum að sér hlutverk þjálfara. Þetta heyrir til undantekninga í Frakklandi. • Þjálfarar í knattspyrnu barna og ungmenna eru í 90% tilvika karl- menn. • Fram að 13 ára aldri hafa börnin gaman af fótboltanum og spila hann að jafnaði ekki til að fara með sigur af hólmi heldur til að njóta leiksins. Eftir 13 ára aldur bætist keppnisskapið og sigurviljinn við. • Þjálfarar í Frakklandi og Spáni vilja fremur ala upp afreksfólk en þjálf- arar í öðrum löndum. á Selfossi og á Stokkseyri Gjaldskrá Fullorðnir (18–66 ára) Einstakt skipti: 900 kr. 10 skipta kort: 3.800 kr. 30 skipta kort: 7.900 kr. Árskort: 27.500 kr. FRÍTT fyrir öll börn að 10 ára aldri Börn (10–18 ára) Stakt skipti: 150 kr. 10 skipti: 1.200 kr. 30 skipti: 3.400 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar. Tilboð handklæði, sundföt og sund 1.500 kr. Tryggvagata 15, Selfossi Sími: 480 1960 OPNUNARTÍMI: Virka daga frá 06:30 til 21:30 Helgar 09:00 til 19:00 Sundhöll Selfoss Stjörnusteinum 1a, Stokkseyri Sími: 480 3260 OPNUNARTÍMI: Vetraropnun: miðjan ágúst–31. maí Mánudaga–föstudaga 16:30 til 20:30 Laugardaga 10:00 til 15:00 Sunnudaga lokað Sumaropnun: 1. júní–miðjan ágúst Mánudaga–föstudaga 13:00 til 21:00 Laugardaga–sunnudaga 10:00 til 17:00 Sundlaug Stokkseyrar Komdu í sund D A V ID TH O R .I S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.