Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Óþrjótandi tækifæri til útivistar Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráð- herra fjallaði um útivist í nýjum þjóðgarði í ávarpi í göngubókinni 2007. Þar segir hún m.a.: „Vatnajökulsþjóðgarður skapar óþrjótandi tæki- færi til útivistar fyrir almenning, ekki síst göngufólk. Svæði þjóð- garðsins er einstakt. Jarð- eldar, jökulís, vatn og vindar mynda stórbrot- ið og heillandi landslag með ægifögru víðerni hrauna, sanda, fjalla og jökla. Hin einstaka náttúra þjóðgarðsins býður upp á möguleika á uppbyggingu á fjölbreyttu kerfi göngustíga, auk þess að lagfæra þá sem fyrir eru. Göngu- leiðir Vatnajökulsþjóðgarðs verða engu líkar. Þær liggja til að mynda þvert yfir land frá strönd til strandar, umhverfis jökulinn, upp á hann og yfir og einnig úr byggð að jöklinum.“ Þægilegur göngutúr um landið okkar Í ávarpi í göngubókinni 2008 segir Kristján L. Möller samgönguráð- herra: „Þegar við leggj- um land undir fót verð- ur alltaf eitthvað nýtt á vegi okkar. Við undirbú- um okkur, skipuleggjum gönguferð og leggjum af stað full tilhlökkunar. Förum um nýjar slóðir eða kynnumst betur gömlum götum. Mark- miðið þarf ekki að vera annað en það að vera úti í náttúrunni og síðan getur ýmislegt siglt í kjölfarið, nýjar slóðir, nýtt fólk, ný samskipti. Þess vegna tek ég heilshugar undir kjörorð Ungmennafélags Íslands um að rækta lýð og land því þannig komumst við í best samband við náttúruna og náungann. Hvet ég sjálfan mig og ykkur, lesendur góðir, til að ganga bæði vel og mikið um landið hvar og hvenær sem við komum því við. Það eru góðar og hollar samgöngur.“ Forréttindi sem við eigum að nýta og njóta Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, segir í inngangi að göngu- bókinni 2009: „Að ganga úti í íslenskri náttúru eru forréttindi sem við eigum að nýta og njóta. Að ganga með fjölskyldu og vinum eru einnig forrétt- indi sem við eigum að meta. Það eina sem við þurfum að gera er að taka fram gönguskóna og ganga af stað. Einfaldari og ódýrari leið er ekki til ef við viljum næra líkama og sál.“ HHF: Lómafell (2002–2006), Geirseyrarmúli, Patreksfirði (2010, 2012, 2014–2015), Tungufell (2011–2014), Bíldudalsfjall (2013–2014) HSB: Ekkjuskarð (2003–2010), Upsir (2011) HSH: Drápuhlíðarfjall í Helga- fellssveit (2002, 2011–2012), Eldborg í Kolbeinsstaðahreppi (2003), Búðaklettur – Staðarsveit (2004), Klakkur í Eyrarsveit (2006), Hreggnasi (2007–2010), Eyrarfjall (2007–2012) HSK: Búrfell í Grímsnesi (2002, 2013), Hekla (2002), Ingólfsfjall (2003), Þríhyrningur (2003), Vörðufell í Árnessýslu (2004), Stóri-Dímon (2004, 2013), Skálafell á Hellisheiði (2005), Bláhnúkur við Landmannalaugar (2005), Gullkista í Laugardal (2006), Skarðsfjall í Landsveit (2006), Langholtsfjall (2007), Þórólfsfell Fljótshlíðarafrétti (2007), Valafell á Landmannaafrétti (2008), Litli-Meitill (2008), Mosfell í Grímsnesi (2009), Hvolsfjall við Hvolsvöll (2009), Miðfell Hrunamannahreppi (2010), Bjólfell á Rangárvöllum (2010), Gíslholtsfjall (2011), Bjarnafell í Ölfusi (2011), Vatnsfell á Holtamannaafrétti (2012), Skarðsmýrarfjall (2012), Fagrafell (2014), Dalafell í Ölfusi (2014), Arnarfell við Þingvallavatn (2015), Vatnsdalsfjall (2015) HSS: Tindur á Heiðabæjarheiði (2002), Kálfanesborgir (2003–2006), Reykjaneshyrna (2011–2012), Bæjarfell við Drangsnes (2013–15) HSV: Mýrafell í Dýrafirði (2002–04), Miðfell Seljalandsdal (2002–2004), Kaldbakur í Dýrafirði (2005–2010), Sauratindar við Ísafjarðardjúp (2005–2010), Þjófaskarð milli Ísafjarðar og Hnífsdals (2011–2012), Miðfell, Seljalandsdal (2015) HSÞ: Hvítafell (2002), Nykurtjörn (2003–2004), Hverfjall Mývatnssveit (2005–2010) Óttar í Þistilfirði (2008–2010), Skollahnjúkur í Aðaldal (2011), Sandfell í Öxarfirði (2011), Hálshnúkur í Fnjóskadal (2012), Viðarfell við Þistilfjörð (2012), Kollufjall við Kópasker (2013), Vindbelgjarfjall (2013), Gunnólfsvíkurfjall (2014), Eyjan í Ásbyrgi (2014), Húsavíkurfjall (2015), Snartastaðanúpur (2015) UFA: Súlur (2002, 2011, 2013), Þingmannavegur yfir Vaðlaheiði (2003–2010) UÍA: Goðatindur (2002–2003), Múlakollur – Skriðdal (2004), Kollumúli við Hellisheiði (2004), Svartfell Borgarfirði eystri (2005–2010), Grænafell á Reyðarfirði (2011), Sandfell (2012), Lolli í Norðfirði (2013–2014), Laugarfell í Fljótsdal (2015) USÚ: Ketillaugarfjall (2003–2010, 2012–2013), Haukafell (2011–2013) UMFG: Þorbjörn (2002–2006, 2011–2012, 2014–2015), Hagafell (2011) UMFÓ: Eldfell (2009), UMSB: Hestfjall í Andakíl (2002–2003, 2015), Varmalækjarmúli (2004–05, 2010), Hraunsnefsöxl í Norðurárdal (2006–2007), Þyrill (2008–2010), Strútur við Kalmanstungu (2011), Foxufell við Hítarvatn (2012), Snóksfjall/Snókur í Skarðsheiði (2013), Hafnarfjall (2014) UMSE: Staðarhnjúkur (2002–04), Böggvistaðafjall (2005–2012) UMSK: Reykjaborg (2002–2004), Vífilsfell (2005–2009), Úlfarsfell (2010–2015) UMSS: Mælifellshnjúkur (2002–2010), Molduxi (2011–2013) UDN: Kollar við botn Hvamms- fjarðar (2002–2004, 2010–2011), Tungustapi Sælingsdal (2005–13), Vaðlafjöll (2012–2013) UNÞ: Eyjan í Ásbyrgi (2002–2004), Óttar í Þistilfirði (2005–2007) USVH: Rauðkollur, Víðidal (2002), Þrælsfell (2002–2010, 2012–2013), Káraborg (2011) USAH: Spákonufellsborg (2004–2006, 2010), Spákonufellshöfði (2011–2013), Spákonufell (2015) USVS: Hjörleifshöfði (2002–2013), Reynisfjall (2010–2015) Keflavík: Keilir (2011–2015) USK: Guðfinnuþúfa á Akrafjalli (2012–2015) UMFF: Esja (2014–2015) Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, fv. um- hverfisráðherra. Kristján L. Möller, fv. samgönguráð- herra. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, fv. formaður UMFÍ. Fjölskyldan á fjallið: Fjöll sem hafa verið tilnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.