Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 40
40 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands U ngmenni á Norðurlöndunum sofa í 8–10 tíma en íslensk aðeins í 6–7. Afleiðingar af stuttum svefni eru neikvæðar. Vaka Rögnvaldsdóttir segir mikilvægt að foreldrar séu fyrirmyndir þegar kemur að svefnvenjum barna sinna. Íslensk ungmenni fara seint að sofa og hvílast í aðeins sex tíma tíma á virkum dög- um og rúma sjö um helgar í stað þeirra átta sem mælt er með. Börn og ungmenni ná því sum hver ekki ráðlögðum svefni. Þessi stutti svefn veldur því að börn og ungmenni hér á landi eru hugsanlega vansvefta. Erlendar rannsóknir hafa fund- ið tengsl lítils svefns við offitu og ofþyngd, minnkaða hreyfingu og sjúkdóma því tengdu sem og tengsl við depurð, slakan námsárangur og brottfall úr skóla meðal unglinga. Hvað er til ráða? „Einfaldasta og ódýrasta lausnin er að for- eldrar taki ábyrgð á háttatíma barna sinna. En þau verða líka að vera fyrirmyndir og huga að eigin svefnvenjum. Það getur skilað miklum árangri,“ segir Vaka Rögn- valdsdóttir, doktorsnemi og aðjúnkt í íþrótta- og heilsufræðum á Menntavís- indasviði Háskóla Íslands. Hún vinnur að hluta af viðamikilli rannsókn á heilsu barna og unglinga sem hófst árið 2006 og stóð til ársins 2008. Gert er ráð fyrir að núver- andi rannsókn standi yfir með hléum í allt að 15–20 ár. Erlingur Jóhannsson, prófess- or í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, hefur umsjón með rannsókninni allri en að henni koma doktorsnemar og meistaranemar eins og Vaka sem taka að sér að svara spurningum sem snúa að lífs- stíl barna og ungmenna. Rannsóknin er framhald rannsóknarinn- ar Lífsstíll 7 og 9 ára barna sem var í gangi 2006 og 2008 og voru þar skoðuð um 300 börn. Í rannsókninni nú voru lífsvenjur barna í 10. bekk skoðaðar og mældar. Börnin verða mæld aftur þegar þau verða 17 ára. Niðurstöður úr mælingunum eru unnar í samvinnu við National Institute of Health í Bandaríkjunum. Ráð Vöku til foreldra Börn og unglingar eiga ekki að hafa sjónvarp, síma og spjaldtölvur nálægt sér þegar þau eru komin upp í rúm. Með tölvuaðgangi geta þau haft aðgang að alls konar efni sem seinkar svefni þeirra og birta frá tækjum getur haft truflandi áhrif á svefn og syfju. Farsælasta leiðin til bæta gæð i svefnsins er því að hafa tækin ekki í herbergjunum á nóttunni. Vont að sofa lítið Verkefni Vöku nú snýr að svefni og heilsu ungmennanna. Nýleg tækni er notuð við mælingar á svefni þeirra, með svokölluð- um hreyfirita sem líkist helst hreyfi- og heilsuúrum sem eru nú á markaði, og viðfangsefnin báru allan sólarhringinn. Ungmennin sváfu með mælana á sér í stað þess að fara á rannsóknarstofu til að tengjast svefnritum. Við þetta fengust mun nákvæmari upplýsingar við eðlilegar að- stæður en nokkru sinni fyrr. Vaka bendir á að vissulega hafi verið gerðar rannsóknir á svefni barna og unglinga í gegnum tíðina. „Við eigum upplýsingar um það hvenær þau fóru að sofa samkvæmt foreldrum barna eða þeirra eigin hugmyndum um svefntíma sinn. En hreyfiritarnir eru mun nákvæmari. Niðurstöðurnar er mjög ná- kvæmar enda nema ritarnir hreyfingu og við sjáum hvenær líkami þeirra er kominn í svefnástand. „Við erum sérstaklega spennt fyrir niðurstöðunum sem mælarn- ir gefa okkur enda getum við með betri Foreldrar segi börnum að fara fyrr að sofa Hreyfiritinn, sem ungmennin not- uðu, er frá fyrirtæk- inu Actigraph. Úrið hefur engan skjá en safnar gögnum um hreyfingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.