Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 31
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 31 N jarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Hann var varamaður í liðinu á sínum fyrsta leik á stórmóti. Hann kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir af leik Íslands gegn Austurríki í lokaleik F-riðils á Stade de France. Leikurinn var 1-1 þegar Arnór kom inn á. Innkoman var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hann var nýkominn á völlinn þegar hann féll kylliflatur í eigin vítateig og þurfti aðhlynningar við. En fall er fararheill. Arnór stóð á fætur og eftir stórkostlegt upphlaup skoraði hann sigurmark Íslands á lokasekúndunni. Rauða spjaldið á Unglingalandsmóti Arnór tók tvívegis þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Það var fyrst í körfubolta á Sauðárkróki árið 2009 en svo í fótbolta í Borgarnesi árið 2010. Liðið í Borgarnesi hét Red Card (ísl. Rauða spjaldið) og sigraði með yfirburðum í flokki 17–18 ára drengja í knattspyrnu. Arnór segir þátttökuna á mótinu í Borg- arnesi lifa í minningunni. „Þetta var mjög gaman. Vinahópurinn var þéttur og við þekktum marga sem fóru á mótið. Ég ætl- aði upphaflega ekki með og var búinn að plana annað. En allir vinirnir voru að fara á landsmótið og því ákvað ég að slá til og fara með hópnum. Þetta var mjög skemmtilegt, bæði að spila fótbolta og hafa það kósý á kvöldvökunum,“ segir Arnór en vinirnir halda enn hópinn. Ekki eru þeir þó margir sem spila knattspyrnu, aðeins hann og Daníel Gylfason, sem spilar með Keflavík. Landsliðsmaður fór með vinum á Unglingalandsmót UMFÍ Margt í boði fyrir ungt fólk Arnór segir margt í boði fyrir ungt fólk víða um land um verslun- armannahelgina en mælir svo sannarlega með Unglinga- landsmóti UMFÍ. „Þar er svo margt í boði að auðvelt er að finna eitthvað á sínu áhugasviði og bara taka þátt í stað þess að ætla sér að vinna allt saman. Það er bara svo gaman að vera í hópi fólks sem iðkar íþrótt sína og skemmtir sér. Þetta var góð ákvörðun hjá okkur vinunum að fara á mótið í Borgarnesi. Okkur fannst rosalega gaman. Ég mæli með þessu fyrir unga krakka að kíkja á Unglingalandsmót, allavega að prófa það.“ Hvernig fannst Arnóri á EM? „Þetta var rosalega skemmtilegt. Þótt ég sé ungur [innskot: Arnór er 23 ára] þá var gaman að komast inn í landsliðið rétt fyrir Evrópumót og njóta þess að fá að vera með þess- um strákum. Ég beið pollrólegur eftir mínu tækifæri og vildi reyna að nýta hverja einustu mínútu. Því að upp- lifa allt í kringum þetta mun ég aldrei gleyma. Þótt maður sé þarna til að spila fótbolta þá er allt í kring- um mótið sem var gaman að upplifa.“ Lið Arnórs – Red Card: Arnór Ingvi Traustason, Óskar Örn Óskarsson. Daníel Gylfason, Lukasz Malesa og Eyþór Ingi Einarsson. Arnór Ingi Traustason, landsliðsmaður og leikmaður Rapid Wien í Austurríki. Sigur-garðar sf. Garðaþjónusta í yfir 25 ár sími 892-7663 & 435 1435 • sindri@vesturland.is LIT ehf. Ingi Tryggvason hrl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.