Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 29
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 29 D ýri Kristjánsson var margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum þegar hann fór utan til Bandaríkjanna í nám rétt eftir aldamótin 2000. Hann lagði mikið á sig en mælir með því að krakkar fari erlendis í nám. Dýri hafði áhuga á fimleikum en lærði hagfræði til að framfleyta fjölskyldunni í framtíðinni. Erfiðið skilaði honum draumastarfi sem tengist áhugamálinu. Dýri er hagfræðingur á vinnutíma en sjálfur Íþróttaálfurinn þess utan. Hvernig gerðist þetta? „Ég fæddist í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu fimm ár ævi minnar. Það var eitthvað við Bandaríkin sem togaði mig til sín og mig langaði alltaf aftur út. Þess vegna fór ég á stúfana eftir stúdentspróf. Ég taldi líka erfitt að æfa fimleika hér heima samhliða háskólanámi,“ segir Dýri Kristjánsson. Þetta var árið 1999, á tímum upphringimótalda og talsvert erfiðara þá en nú að nálgast upplýsingar enda hvorki búið að finna upp YouTube né Facebook. Dýri kíkti við á Fulbrightstofnuninni við Laugaveg. Þar fékk hann hnausþykka bók sem minnti á símaskrá með upplýsingum um háskóla í Bandaríkjunum. Hann fletti upp þeim skólum sem buðu upp á fimleika. En svo var að hafa samband sem var töluvert flóknara en nú. „Ég skrifaði fimmtán háskólum bréf, tók sjálfan mig upp á vídeó, lét færa upptökuna yfir á VHS-spólur og síðan yfir á bandaríska kerfið á einhverju verkstæði úti í bæ. Síðan fékk ég reyndar svör frá nokkrum í tölvupósti,“ segir hann og ákvað að kíkja á skólana. Eini útlendingurinn Dýri fékk flugmiða að gjöf frá foreldrum sínum eftir stúdentspróf, til að skoða skólana úti. Þá nýtti hann sumarið 2000 og ferðaðist á milli fjögurra skóla í 30 stiga hita. Háskólinn í Minnesota varð fyrir valinu enda sá Dýri þar góð tækifæri til að ná langt í fimleik- um. Í liði skólans voru tveir bandarískir lands- liðsmenn í fimleikum og var Dýri fyrsti útlend- ingurinn til að komast í það. Hann þurfti því að leggja hart að sér þrátt fyrir að hafa æft með íþróttafélaginu Gerplu og sem slíkur unnið margfalda Íslandsmeistara- titla, bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum auk þess að keppa á stærstu mótum heims, þar á meðal Evrópu- og Norðurlandamótum. Dýri hóf háskólanámið árið 2001. Erfiðið skilaði honum fljótlega fimleikastyrk og hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast í háskóla- nám í Bandaríkjunum á slíkum styrk. Styrknum hélt hann fram til loka námsins árið 2005 en þá var hann líka orðinn fyrirliði fimleikaliðsins. Gott að fara einn til útlanda Dýri mælir með því að ungt fólk fari í nám til annarra landa á meðan það hefur tækifæri til þess, áður en lífið verður of flókið. „Þótt námsdvölin hafi verið mér mjög erfið á köflum þá gaf hún mér mjög mikið. Ég lærði auðvitað hagfræði, stóð mig vel í skóla og fimleikum og náði mér í gráðu. En það sem ég lærði á sjálfan mig og lífið er alveg ómetanlegt. Ekki er hægt að setja verðmiða á það. Það er skoðun mín að ungt fólk, sem hefur tækifæri til þess, eigi að skelli sér í nám erlendis.“ Erfiði skilar árangri Þrátt fyrir að hafa lagt á sig ómælt erfiði úti í Bandaríkjunum, bæði líkamlegt og andlegt, þá leit Dýri ekki á fimleikana sem framtíðarstarf. Annað átti hins vegar eftir að koma í ljós. „Ég var alltaf í fimleikum út af áhuga á á íþróttinni og taldi óvíst að ég gæti framfleytt fjölskyldunni á fimleik- um. En ég var jákvæður gagnvart öllu og var með opinn huga eftir námið í Bandaríkjunum. Fljótlega eftir að ég kom heim fékk ég starf við að leika áhættuatriði Magnúsar Schevings í Latabæjarþáttunum. Það vatt upp á sig og nú er ég leyfishafi fyrir Latabæjarskemmt- anir á Íslandi um helgar og eftir vinnu en sjóðsstjóri í jakkafötum á vinnutíma,“ segir Dýri Kristjánsson, hagfræðingur og Íþróttaálfur. Hélt að hann gæti aldrei brauðfætt fjölskylduna með fimleikum Íþróttaálfurinn er alltaf að leika sér. Það er því heppilegt að leikvöllur er rétt við húsgaflinn hjá Dýra og fjölskyldu hans. Stílistinn Lana Björk, dóttir Dýra, valdi fötin á hann af kostgæfni áður en hann steig upp á vegasaltið og sýndi hvað hann getur þótt hann sé ekki í fötum Íþróttaálfsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.