Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 61

Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 61
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 61 Velkomin í Hveragerði 2017 Sjöunda Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hveragerði árið 2017. Hver- gerðingar hyggjast halda mótið samhliða bæjarhátíðinni Blóm í bæ. Ef að líkum lætur verður margt skemmti- legt um að vera í Hveragerði þá daga. Eins og nafnið á mótinu bendir til þá er mótið fyrir þá sem eru 50 ára og eldri. Íþróttakeppni skipar stærstan sess á mótinu en jafnframt eru fjölmargir við- burðir sem skreyta dagskrána. Lögð er áhersla á að þátttakendur hafi gaman af og skemmti sér saman á mótinu. Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) hélt síðast 7. Landsmót UMFÍ í Hvera- gerði árið 1949 eða fyrir 67 árum. Lands- mót UMFÍ 50+ hefur ekki áður verið hald- ið á sambandssvæði HSK. Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsinga- miðstöð og sýningar. Vatnsverk Guðjón og Árni ehf. pípulagnaþjónusta Sími 437 1235 Egilsgötu 17, Borgarnesi Barbára Sól: Kynnist mörg- um á Unglinga- landsmóti „Mér finnst geðveikt gaman á Ung- lingalandsmóti. Ég ætla núna að keppa í fótbolta og einhverju öðru skemmtilegu, kannski frjálsum. Það er úr svo mörgu að velja og nóg að gera,“ segir Barbára Sól Gísladóttir Hlíðdal á Selfossi. Hún er fædd árið 2001 og fimmtán ára. Hún hefur farið á Unglingalandsmót UMFÍ frá því hún hafði aldur til eða frá ellefu ára aldri. Barbára fer með allri fjölskyldunni á Unglingalandsmótið og gista þau alltaf á tjaldssvæði mótanna. Keppti í fótbolta og frjálsum á ULM á Akureyri Barbára Sól æfir knattspyrnu með þriðja flokki kvenna hjá Ungmenna- félagi Selfoss en hefur líka keppt í frjálsum. Á síðasta Unglingalands- móti keppti hún meðal annars í 100 m og 800 m hlaupi 14 ára stúlkna. Nokkrar vinkonur saman Barbára þekkir marga á Selfossi sem ætla á Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi og ætla þær nokkrar vin- konur að fara saman. Hún hefur þó farið í blandað lið stúlkna í fótbolta á Unglingalandsmóti. Þær þekktust ekkert áður. Það var samt skemmti- legt. „Ég kynntist stelpunum og held enn sambandi við nokkrar þeirra,“ segir hún. Allir geta tekið þátt Unglingalands- mót UMFÍ í Borgarnesi hefst fimmtudaginn 28. júlí og stend- ur til sunnu- dagsins 31. júlí. Unglingalandsmótið er vímuefnalaust íþrótta- og fjöl- skylduhátíð og geta öll börn og ung- menni tekið þátt í keppni hvort sem þau eru skráð í íþróttafélag eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.