Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 61

Skinfaxi - 01.03.2016, Page 61
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 61 Velkomin í Hveragerði 2017 Sjöunda Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hveragerði árið 2017. Hver- gerðingar hyggjast halda mótið samhliða bæjarhátíðinni Blóm í bæ. Ef að líkum lætur verður margt skemmti- legt um að vera í Hveragerði þá daga. Eins og nafnið á mótinu bendir til þá er mótið fyrir þá sem eru 50 ára og eldri. Íþróttakeppni skipar stærstan sess á mótinu en jafnframt eru fjölmargir við- burðir sem skreyta dagskrána. Lögð er áhersla á að þátttakendur hafi gaman af og skemmti sér saman á mótinu. Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) hélt síðast 7. Landsmót UMFÍ í Hvera- gerði árið 1949 eða fyrir 67 árum. Lands- mót UMFÍ 50+ hefur ekki áður verið hald- ið á sambandssvæði HSK. Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsinga- miðstöð og sýningar. Vatnsverk Guðjón og Árni ehf. pípulagnaþjónusta Sími 437 1235 Egilsgötu 17, Borgarnesi Barbára Sól: Kynnist mörg- um á Unglinga- landsmóti „Mér finnst geðveikt gaman á Ung- lingalandsmóti. Ég ætla núna að keppa í fótbolta og einhverju öðru skemmtilegu, kannski frjálsum. Það er úr svo mörgu að velja og nóg að gera,“ segir Barbára Sól Gísladóttir Hlíðdal á Selfossi. Hún er fædd árið 2001 og fimmtán ára. Hún hefur farið á Unglingalandsmót UMFÍ frá því hún hafði aldur til eða frá ellefu ára aldri. Barbára fer með allri fjölskyldunni á Unglingalandsmótið og gista þau alltaf á tjaldssvæði mótanna. Keppti í fótbolta og frjálsum á ULM á Akureyri Barbára Sól æfir knattspyrnu með þriðja flokki kvenna hjá Ungmenna- félagi Selfoss en hefur líka keppt í frjálsum. Á síðasta Unglingalands- móti keppti hún meðal annars í 100 m og 800 m hlaupi 14 ára stúlkna. Nokkrar vinkonur saman Barbára þekkir marga á Selfossi sem ætla á Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi og ætla þær nokkrar vin- konur að fara saman. Hún hefur þó farið í blandað lið stúlkna í fótbolta á Unglingalandsmóti. Þær þekktust ekkert áður. Það var samt skemmti- legt. „Ég kynntist stelpunum og held enn sambandi við nokkrar þeirra,“ segir hún. Allir geta tekið þátt Unglingalands- mót UMFÍ í Borgarnesi hefst fimmtudaginn 28. júlí og stend- ur til sunnu- dagsins 31. júlí. Unglingalandsmótið er vímuefnalaust íþrótta- og fjöl- skylduhátíð og geta öll börn og ung- menni tekið þátt í keppni hvort sem þau eru skráð í íþróttafélag eða ekki.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.