Skinfaxi - 01.03.2016, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
U ngmennasamband Borgar-
fjarðar, skammstafað UMSB,
samanstendur af 19 aðildar-
félögum í Borgarbyggð. Að-
dragandann að stofnun sambandsins má
rekja til þess þegar hópur ungra manna
kom saman á bændanámskeiði sem haldið
var á Hvanneyri í upphafi árs 1912. Menn
þessir höfðu verið leiðandi í ungmenna-
félögum í Borgarfirði. Ungmennafélags-
hreyfingin var eldheit á þessum árum enda
aðeins sex ár liðin frá stofnun Ungmenna-
félags Íslands sem regnhlífarsamtaka yfir
ungmennafélög landsins.
Syntu í Hvítá
Fram kom í yfirliti Guðmundar Sigurðs-
sonar um sögu UMSB, sem hann flutti í
tilefni af 90 ára afmælishátíð UMSB árið
2002, að félagsmenn hafi ekki tvínónað
við hlutina og hafi starfið strax einkennst
af íþróttamótum. Fyrsta mótið var haldið
skammt frá Hvítá í ágúst 1913 þar sem
bæði stúlkur og drengir syntu í Hvítá auk
þess sem keppt var í glímu og bæði 500 m
og 100 m hlaupum. Tveimur árum síðar
var svo haldið íþróttanámskeið á vegum
UMSB og stóð það í hálfan mánuð. Eftir
því sem á leið fjölgaði greinum á íþrótta-
mótum UMSB, á borð við knattspyrnu og
víðavangshlaup. Handbolti kvenna bætt-
ist svo við árið 1939.
Kjörorð UMFÍ hefur frá fyrsta degi verið
Ræktun lýðs og lands. Í samræmi við það
gekkst UMSB fyrir stofnun Skógræktarfé-
lags Borgarfjarðar árið 1938, sendi frá sér
jákvæða ályktun um virkjun Andakílsár-
fossa og gaf út blaðið Vor sem kom út
árin 1927–1933. Vonir stóðu til að ráðast í
útgáfu á ársriti í tímaritsformi. Blaðið kom
aðeins einu sinni út, árið 1939.
Landsmótin í Borgarfirði
Borgarfjörðurinn er rótgróinn staður Lands-
móta UMFÍ. Þar hafa þrjú Landsmót UMFÍ
verið haldin á vegum UMSB, reyndar eitt
þeirra á Akranesi. Unglingalandsmótið, sem
fram fer nú um verslunarmannahelgina í
Borgarnesi, verður annað Unglingalands-
mótið sem UMSB heldur þar.
Fyrsta Landsmótið var haldið á Hvann-
eyri í skugga heimsstyrjaldarinnar síðari,
árið 1943. Í tengslum við mótið var byggð
25 metra útisundlaug. Veggir voru hlaðnir
úr sniddu en tréþil í endum hennar enda
var laugin köld. Íþróttavöllur var líka byggð-
ur upp skammt frá Hvítá, sem gegnir stóru
hlutverki í sögu UMSB, eins og reyndar
Borgarfjarðar. Staðurinn nefnist Fit, sem er
slétt jörð og því ákjósanleg til íþróttaiðk-
unar. Landsmenn tóku strax vel í Lands-
mótin og voru mótsgestir á fjórða þús-
undið þetta kalda sumar árið 1943.
Næst héldu Borgfirðingar Landsmót
UMFÍ árið 1975. Þetta var 15. Landsmót
UMFÍ og var það haldið á Akranesi í sam-
vinnu við Umf. Skipaskaga. Þrátt fyrir glæsi-
legt og gott mót brást gestafjöldinn og
varð taprekstur af því UMSB erfiður ljár í
þúfu.
Næsta Landsmót mót var svo haldið í
bæjarfélaginu árið 1997. Eins og tíðkast
skila Landsmót UMFÍ sér í bættri íþrótta-
aðstöðu. Því var að skipta í Borgarnesi
þetta árið og var byggður bæði fullkom-
inn frjálsíþróttavöllur og útisundlaug. Það
er gaman frá því að segja að á Lands-
mótinu var keppt í knattspyrnu á íþrótta-
vellinum Fit, sem var gerður fyrir fyrsta
Landsmót í umsjón UMSB, árið 1943.
Tvö flott Unglingalandsmót
Síðasta stórmót á vegum UMFÍ og UMSB í
Borgarfirði var svo Unglingalandsmótið
sem haldið var í Borgarnesi um verslunar-
mannahelgina árið 2010. Þetta var 13.
Unglingalandsmót UMFÍ. Keppendur
voru 1.650 en mótsgestir voru um 13.000
talsins. Mótið var gríðarleg lyftistöng fyrir
bæjarfélagið enda sýnir sagan að lands-
mótin hafa skilað sér í mikilli uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja, íbúum til mikils
gagns.
Saga UMSB og Landsmóta UMFÍ