Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Síða 23

Skinfaxi - 01.04.2016, Síða 23
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Ungmennafélagsandi í hnotskurn Aðalbjörn Jóhannsson er Þingeyingur, fæddur árið 1992 og er því 24 ára. Hann ólst upp í Öxarfirði á milli milli Tjörness og Melrakkasléttu. Hann gekk menntaveginn á Akureyri og fór utan í hálft ár í lýðháskóla í Danmörku. „Ég er úr fjölskyldu sem ég skilgreini sem kjarna-ungmennafélagsfjölskyldu. Aðalbjörn afi (Gunn- laugsson) var ungmennafélagsandinn í hnotskurn. Bjartsýnn, jákvæður og hvatti aðra. mjög virkur í hreyfingunni og í stjórn Ungmennafélags Öxfirðinga og UNÞ þótt hann hafi ekki getað tekið þátt í íþróttum vegna lömunarveiki sem hann fékk 19 ára gamall. Ég kynntist honum aldrei því hann dó tveimur árum áður en ég fæddist. Amma Erla hefur alltaf farið á landsmót eins og við hin og hún hefur orðið Íslandsmeistari á Landsmóti UMFÍ 50+. Ég keppti á unglingalandsmótum og landsmótum en hef aldrei verið í afreksíþróttum.“ Leiðin í ungmennaráð • Aðildarfélag UMFÍ tilnefnir full- trúa í Ungmennaráð. • Oft er haft samband við ung- menni sem hafa verið virk í ung- mennaráðum aðildarfélaga UMFÍ og þau spurð hvort megi tilnefna þau. • Aðalbjörn var virkur í æskulýðs- starfi á svæði Ungmennafélags Norður-Þingeyinga (UNÞ) og hafði framkvæmdastjóri félagsins samband við hann. • Skipað er í Ungmennaráð UMFÍ á sambandsþingum sem haldin eru á tveggja ára fresti. Aðalbjörn var skipaður á sambandsþingi UMFÍ í Vík í Mýrdal 2015 til tveggja ára.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.