Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2016, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.04.2016, Qupperneq 27
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27 Minnst 60 mínútur á dag Samkvæmt ráðleggingum embættis landlæknis eiga börn og ungmenni að hreyfa sig minnst 60 mínútur á dag. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi, sýna að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á líðan ung- menna og dregur úr áhættuhegð- un eins og áfengisneyslu, reyking- um og steranotkun. Aftur á móti sýna niðurstöðurnar að þau ung- menni sem stunda eingöngu óformlegt íþróttastarf, utan íþrótta- félaga, eru jafnvel líklegri en þau ungmenni sem engar íþróttir stunda til að drekka áfengi eða nota stera. Þessar niðurstöður sýna hve háð forvarnagildi íþrótta er þeim félagslegu kringumstæðum sem ákvarða þátttökuna hverju sinni. Íþróttaiðkun hefur sérstak- lega verndandi áhrif fyrir þá ein- staklinga sem búa við erfiðar heimilisaðstæður. Við þetta má bæta að stöðugt fleiri rannsóknir benda til að sterkt samband sé að finna á milli líkamlegs atgervis, hreyfingar og námsframmistöðu barna og unglinga. Margir ánægðir hjá íþróttafélaginu sínu Mikill meirihluti (60%) nemenda í 9–10 bekk grunnskóla um land allt stunda íþróttir einu sinni í viku eða oftar. Fleiri stunda nú íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar hjá íþrótta- félagi eða 41% nemendanna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjustu niðurstöðum Ánægjuvogarinnar, könnun- ar rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsóknir og greining. Könnunin hefur verið gerð frá árinu 2003 á meðal ungmenna sem stunda íþróttir innan UMFÍ og ÍSÍ. Þannig stundar 41% nemenda á þessu aldursbili íþróttir með íþróttafélagi fjórum sinnum í viku eða oftar. Tala þeirra nem- enda sem segjast stunda íþróttir með íþróttafélagi einu sinni til þrisvar sinnum í viku lækkar aftur á móti úr 21% í 19%. Niðurstöðurnar staðfesta að íþrótta- hreyfingin stendur sig vel enda eru ung- mennin ánægð með þátttöku í íþrótta- starfinu. Með niðurstöðum Ánægjuvogarinnar gefst forsvarsmönnum íþróttafélaga tæki- færi til að skoða starfið, rýna í árangurinn, bera hann saman milli ára og huga að því hvernig hægt sé gera gott starf betra.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.