Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Síða 41

Skinfaxi - 01.04.2016, Síða 41
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 41 segir Fanney Ólafsdóttir á bænum Hurðar - baki í Flóahreppi og ein þriggja í ritnefnd Ungmennafélagsins Þjótanda. Fanney er formaður ritnefndar félagsins, sem gefur út fréttabréfið Áveituna í samvinnu við sveitarfélagið. Í Flóanum hafa komið út fréttabréf um hver mánaðamót í um 30 ár. Fanney segir að þótt nýrri miðlar hafi komið síðan fréttabréfið kom fyrst út þá hafi verið tekin sú meðvitaða ákvörðun að halda útgáfunni áfram. „Ef fréttabréfið væri einungis birt á Facebook eða í tölvupósti þá er alltaf hætt við að einhver missi af efninu úr því,“ svarar Fanney og bendir á að Ungmenna- félagið Þjótandi sé með Facebook-síðu og birti þar helstu upplýsingar um starf semi félagsins. Öðru máli gegni um frétta- bréfið, það hafi samfélagslegu hlutverki að gegna. • Samþykkt var árið 2006 að sameina Gaulverjabæjarhrepp, Villingaholtshrepp og Hraun- gerðishrepp í Flóahrepp. • Eftir sameininguna tóku ung- mennafélögin á svæðinu upp samstarf um útgáfu fréttabréfs, og fékk blaðið nafnið Áveitan. • Ungmennafélögin Vaka í Villingaholtshreppi, Ungmenna- félagið Samhygð í Gaulverja- bæjarhreppi og Ungmenna- félagið Baldur í Hraungerðis- hreppi sameinuðust í Ung- mennafélaginu Þjótanda árið 2015. Nýtt félag tók við verk- efninum félaganna þriggja, og þar með útgáfu Áveitunnar. • Í ritnefnd Áveitunnar eru auk Fanneyjar Ólafsdóttur, Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir og Ragnar Sigur- jónsson. Hér má sjá þau Iðunni, Fanneyju og Ragnar í ritnefnd Ungmennafélagsins Þjótanda með eintak af fréttabréfinu Áveitunni á milli sín. Sterkari saman Skrifa helst ekkert sjálf Í Áveitunni eru sagðar fréttir af því sem fram undan er í Flóahreppi, fundum, við- burðum, leiksýningum, íþróttafréttir, fréttir af þorrablótum, pistlar frá skóla- stjórnendum, auglýsingar og ýmislegt frá sveitarstjórn, kvenfélögum, búnaðarfélög- um og fleirum. Nýverið var tekin upp sú nýlunda að birta uppskriftir frá íbúum í sveitinni. „Við í ritnefndinni skrifum helst ekkert í blaðið heldur leitum eftir innsendu efni. Það gengur ágætlega,“ segir Fanney. Efni í blaðið er oftast sent til ritnefndar í tölvupósti. Fanney setur blaðið saman, og ritnefndin hittist svo einu sinni í mánuði í Flóaskóla og ljósritar. Fréttabréfið er gefið út í samvinnu við sveitarfélagið, sem greiðir efniskostnað og greiðir fyrir dreifingu þess. Í fréttabréfinu eru stundum auglýs- ingar frá fyrirtækjum og fær ungmenna- félagið þá greitt fyrir auglýsingarnar. Fréttabréf Ungmennafélagsins Þjót- anda er ljósritað í um 280 eintökum og 100 til viðbótar send í tölvupósti. Því er dreift um sveitarfélagið og að auki það sent til um 50 áskrifenda sem búa utan sveitarfélagsins. „Það er mikilvægt fyrir samfélagið að hafa svona fréttabréf. Þá fá allir sömu fréttirnar á sama tíma með sama hætti í sveitarfélaginu,“

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.